Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 15:00 Guðni horfir yfir sitt lið. Meðalaldurinn sæmilega hár en hann ku lækka með hverjum deginum. Gamli vígamenn af hinum flokkspólitíska akri hafa snúið bökum saman og það er blik í auga. „Frelsið er mér kært,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra í samtali við Vísi. Þriðji orkupakkinn er óvænt orðið helsta hitamál á Íslandi. Nú logar allt í háværum rökræðum um þetta mál – nokkuð sem enginn hefði fyrir um mánuði getað séð fyrir. En, hópnum sem stendur að Orkan okkar hefur heldur betur tekist að koma málinu á dagskrá.Gömlu brýnin koma málum á dagskrá Vísir vildi inna Guðna, sem er einn talsmanna hópsins, eftir því hvernig það megi vera að ekki er um annað talað. Að hópnum standa meðal annars fyrrverandi þungavigtarmenn úr pólitíkinni, ráðherra og þing- og fjölmiðlafólk: Hjörleifur Guttormsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Vigdís Hauksdóttir, Jón Bjarnason, Ólafur Ísleifsson, Ómar Ragnarsson, Ragnar Arnalds, Styrmir Gunnarsson, Haraldur Ólafsson og Ögmundur Jónasson. Fyrrum einarðir andstæðingar eru nú samherjar. Málið flækir allar flokkspólitískar víglínur sem lesa má um í stjórnmálafræðinni. Þar er allt komið í eina bendu. Og, gömlu brýnin, sem mörg hver voru sest í helgan stein, virðast kunna þá kúnst að ná eyrum þjóðarinnar. Þeir eru sem ungir öðru sinni, komið blik í auga? „Ögmundur er nú rómsterkur. Og það skiptir máli að fá verkstjórann [Jón Baldvin] sem gerði EES-samninginn til að koma fram og segja: Við erum komin á allt annan stað. EES-samningurinn snerist aldrei um auðlindir; orkuauðlindir, fallvötn eða hafið eða landbúnaðinn. En, nú erum við komin á allt annan stað, segir hann. Hann hafði alltaf hugsað sér sem krati og Íslendingur að Íslendingar ættu sínar auðlindir. Réðu þeim. Þannig að það er nú enginn vandi,“ segir Guðni. Og heldur áfram:Guðni tók að sjálfsögðu til máls, þarna í vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg.Vísir/Magnus Hlynur„Svo eru náttúrlega Styrmir og Hjörleifur þessir jaxlar. Full rök á hvaða leið við erum. Við þekkjum þessa leið. þannig að við eigum auðvitað auðvelt með að koma málum á dagskrá ennþá.“Menn að undirbúa sig fyrir gróðann Heldur betur. Þjóðfélagið er á hvolfi vegna málsins. Allt leikur á reiðiskjálfi. Menn sáu þetta ekki fyrir. „Þetta er miklu verra en Icesave,“ segir Guðni. Honum er tíðrætt um Icesave þessa dagana sem og í þessu samtali. En, Vísir náði tali af honum þar sem hann var að aka niður Kambana. Ásamt konu sinni Margréti Hauksdóttur. „Hinn góði bílstjóri,“ segir Guðni en þau eru á leið í jarðarför gamals vinar, hreppstjóra í Árnessýslu. „En, þetta er málið sem menn eru að undirbúa. Útlendingarnir eru að kaupa upp auðlindajarðir. Og Íslendingarnir líka. Íslendingarnir og útlendingarnir eru að búa sér til félög. Til að verða undirbúnir fyrir gróðann. Evrópusambandið hlær að þessum Íslendingum sem alltaf koma með þessa fyndnu setningu: Við setjum bara íslenskt ákvæði inn í málið. Það er ekki til úti í Evrópu. Þeir bara botna ekkert í því.“ Gefur lítið fyrir popúlistatalEn, nú hefur ykkur verið borið það á brýn að höfða óspart til ótta, kallaðir populistar, öfga-þjóðernishyggjumenn og einangrunarsinnar. Hvernig lætur það í þínum eyrum?„Þetta hljómar sem hin eilífa sinfónía þeirra manna sem vilja inn í Evrópusambandið og vilja þennan bísness. Hugsaðu þér í Icesave hvað við vorum vitlausir? Þeir fyrirlitu forsetann Ólaf Ragnar Grímsson, þessir menn, af því að hann vildi láta þjóðina ákveða. Þjóðin felldi það. Þjóðin er þá í hópi með okkur. Þannig að, þetta eru hin eilífu „rök“ að maður sé gamaldags, úreltur, á móti framtíðinni. Vilji fara inn í moldarkofanna. Þetta hljómar sem hin eilífðar sinfónía Evrópusinnanna og manna sem vilja komast í þennan bísness.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um þriðja orkupakkann fyrir stuttu. Hann sjálfur er sakaður í netheimum um að skara eld að eigin köku vegna málsins.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Landsvirkjun segir: Sæstrengurinn kemur fyrr en varir. Og þeir verða tveir. Ekki einn. Guðlaugur Þór segist hafa fengið lögfræðingana til að skrifa viðbótaralit. Og lögfræðingarnir efast nú um sitt álit í restina á því áliti. Bæði Friðrik og Stefán Már. Að þetta sé ekki alveg nógu gott en það megi prófa þetta.“Dreifir ekki slúðri um Guðlaug ÞórEn, nú er ykkur jafnframt legið á hálsi að dreifa ósannindum, slúðursögum um Guðlaug Þór…„Ekki ég,“ skýtur Guðni inn í hraðmæltur. … Þórðarson utanríkisráðherra, að hann eigi persónulegra hagsmuna að gæta?„Nei. Ég er vinur Guðlaugs Þórs og tek aldrei þátt í neinni slíkri umræðu og væni hann ekkert um það. Hann er á þessari skoðun. Og honum datt enn í hug eins og mörgum öðrum þetta íslenska ákvæði. Og keyrir áfram.“ Guðni vendir þá kvæði sínu í kross: „Og Þorstein Pálsson. Sem barðist gegn EES-samningnum af miklum krafti áður en Davíð koma á vettvang. Davíð sneri þeim öllum og kláraði EES-samninginn ásamt Jóni Baldvin. Bæði Davíð og Jón Baldvin eru á móti. En Þorsteinn hlær í hjarta sínu og er ægilega glaður.Frosti og Sigmar Vilhjálmsson. Ungu mennirnir í hópnum.Ég hef aldrei heyrt fyrr að hann sé glaður yfir því að nokkur maður væri blekktur. Þannig var hann ekki sem stjórnmálamaður. Nú er hann ógurlega glaður sem Evrópusinni yfir því að Guðlaugi skyldi takast að blekkja þingið. Með þessu íslenska ákvæði um að Alþingi þurfi að taka nýja ákvörðun. Þá bara hoppum við eins og Styrmir Gunnarsson bendir á.“Ekki til neitt sem heitir séríslenskt ákvæði Guðni bendir á Icesave til marks um hvernig þetta allt saman gangi fyrir sig. „Hvað var í Icesave? Þeir margleyptu agnið og ætluðu að klára Icesave Alþingi gegn öllum þjóðarvilja. Og öllum. Hvað gerðu þeir í Evrópusambandsmálinu. Þeir sóttu um aðild og spurðu ekkert þjóðina. Þeir sóttu um aðild og fóru í gríðarlega vinnu úti í Evrópu. Í samtölum við Evrópusambandið. Meira að segja Össur [Skarphéðinsson] gafst upp. Hann sá að þetta var vonlaust. Það var ekki til neitt íslenskt ákvæði um landbúnað eða sjávarútveg. Össur fór bara til Kína.“ En, er kannski drifkraftinn í þessu að sækja til nostalgískrar sýnar til Icesavebaráttunnar?„Jájá. Og þarna fer náttúrlega fyrir liði alveg gríðarlega öflugur fyrrverandi þingmaður, ungur að árum, Frosti Sigurjónsson. Sem hefur vakið oft þjóðarathygli fyrir sterkar skoðanir á ýmsum sviðum. Hann verður nú ekki vændur um að vera gamall og ruglaður. Nei.“Auglýsingar gegn þriðja orkupakkanum eru komnar í birtingu við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Hópurinn Orkan okkar stefnir að því að fara í víðtækari herferð þegar fjármunir safnast.Guðni segir það hreint ekki svo að í Orkunni okkar séu einungis gamlir fauskar. „Unga fólkið flykkist til liðs við okkur,“ segir Guðni og hefur til dæmis um það Frosta og svo Sigmar Vilhjálmsson athafnamann til marks um það.Segir samtökin ekki eiga krónuNú kostar fé að reka svona baráttu? Hvaðan koma peningarnir?„Við eigum ekki eina einustu krónu ennþá. Það er hægt að styrkja Orkan okkar með peningum. Það gerir þá almenningur. Það er engin fjáröflun farin í gang. Ég veit ekki hvað menn gera í því. Ég hygg að menn vilji skapa þá þjóðarstemmningu sem var í Icesave. Hún kom að vísu á óvart hversu öflug þjóðin var þá. Hugsaðu þér, Steingrímur og Jóhanna og Alþingi allt ætlaði að keyra þetta ofan í okkur.Hér má sjá mótmæli á Bessastöðum vegna Icesave fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum hinn 31. desember 2009. Guðni dregur hvergi fjöður yfir það að Icesave er aflvaki þeirrar hreyfingar sem nú beitir sér gegn 3. orkupakkanum.Vísir/Daníel Rúnarsson98 prósent þjóðarinnar felldu í 1. atkvæðagreiðslunni. Svo setti Ólafur þetta á dagskrá og olli þeim slíkum skaða að þeir kusu hann aldrei aftur vinstri menn. Þá felldu 62 prósent. En, auðvitað þurfum við peninga.“Raforkureikningurinn hækkar og fáeinir græða Og víst er að margir eru að svara kallinu. Þúsundir þegar gengið í hópinn á undanförnum dögum. „Ég held að það sé komið á einhverjum sólarhringum sex til sjö þúsund manns. Svo er þetta bara lítil þingsályktun. Það var þó frumvarp um Icesave sem varð að fara til forsetans.Forsetinn réttir bara upp hendur og segir: Þetta kemur aldrei til mín. Þetta er þó stærsta mál Íslandssögunnar. Það á að afgreiða þetta með einni þingsályktun eins og málið sem ég flutti tillöguna um Snata. Íslenska hundinn. Það var samþykkt á Alþingi. Að rækta hann og verja líf hans.“ Eftir þá samþykkt hefjast síðari átökin, að sögn Guðna: „Landsvirkjun segir að sæstrengurinn, hann kemur. Og menn eru að kaupa upp landið. Svo kemur bara ný ríkisstjórn. Og segir í stjórnarsáttmála. Sæstrengurinn er stærsta afl fyrir Íslendinga. Svo hækkar raforkuverð. Og fáeinir einstaklingar græða.“ Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Titringur á Alþingi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Frelsið er mér kært,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra í samtali við Vísi. Þriðji orkupakkinn er óvænt orðið helsta hitamál á Íslandi. Nú logar allt í háværum rökræðum um þetta mál – nokkuð sem enginn hefði fyrir um mánuði getað séð fyrir. En, hópnum sem stendur að Orkan okkar hefur heldur betur tekist að koma málinu á dagskrá.Gömlu brýnin koma málum á dagskrá Vísir vildi inna Guðna, sem er einn talsmanna hópsins, eftir því hvernig það megi vera að ekki er um annað talað. Að hópnum standa meðal annars fyrrverandi þungavigtarmenn úr pólitíkinni, ráðherra og þing- og fjölmiðlafólk: Hjörleifur Guttormsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Vigdís Hauksdóttir, Jón Bjarnason, Ólafur Ísleifsson, Ómar Ragnarsson, Ragnar Arnalds, Styrmir Gunnarsson, Haraldur Ólafsson og Ögmundur Jónasson. Fyrrum einarðir andstæðingar eru nú samherjar. Málið flækir allar flokkspólitískar víglínur sem lesa má um í stjórnmálafræðinni. Þar er allt komið í eina bendu. Og, gömlu brýnin, sem mörg hver voru sest í helgan stein, virðast kunna þá kúnst að ná eyrum þjóðarinnar. Þeir eru sem ungir öðru sinni, komið blik í auga? „Ögmundur er nú rómsterkur. Og það skiptir máli að fá verkstjórann [Jón Baldvin] sem gerði EES-samninginn til að koma fram og segja: Við erum komin á allt annan stað. EES-samningurinn snerist aldrei um auðlindir; orkuauðlindir, fallvötn eða hafið eða landbúnaðinn. En, nú erum við komin á allt annan stað, segir hann. Hann hafði alltaf hugsað sér sem krati og Íslendingur að Íslendingar ættu sínar auðlindir. Réðu þeim. Þannig að það er nú enginn vandi,“ segir Guðni. Og heldur áfram:Guðni tók að sjálfsögðu til máls, þarna í vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg.Vísir/Magnus Hlynur„Svo eru náttúrlega Styrmir og Hjörleifur þessir jaxlar. Full rök á hvaða leið við erum. Við þekkjum þessa leið. þannig að við eigum auðvitað auðvelt með að koma málum á dagskrá ennþá.“Menn að undirbúa sig fyrir gróðann Heldur betur. Þjóðfélagið er á hvolfi vegna málsins. Allt leikur á reiðiskjálfi. Menn sáu þetta ekki fyrir. „Þetta er miklu verra en Icesave,“ segir Guðni. Honum er tíðrætt um Icesave þessa dagana sem og í þessu samtali. En, Vísir náði tali af honum þar sem hann var að aka niður Kambana. Ásamt konu sinni Margréti Hauksdóttur. „Hinn góði bílstjóri,“ segir Guðni en þau eru á leið í jarðarför gamals vinar, hreppstjóra í Árnessýslu. „En, þetta er málið sem menn eru að undirbúa. Útlendingarnir eru að kaupa upp auðlindajarðir. Og Íslendingarnir líka. Íslendingarnir og útlendingarnir eru að búa sér til félög. Til að verða undirbúnir fyrir gróðann. Evrópusambandið hlær að þessum Íslendingum sem alltaf koma með þessa fyndnu setningu: Við setjum bara íslenskt ákvæði inn í málið. Það er ekki til úti í Evrópu. Þeir bara botna ekkert í því.“ Gefur lítið fyrir popúlistatalEn, nú hefur ykkur verið borið það á brýn að höfða óspart til ótta, kallaðir populistar, öfga-þjóðernishyggjumenn og einangrunarsinnar. Hvernig lætur það í þínum eyrum?„Þetta hljómar sem hin eilífa sinfónía þeirra manna sem vilja inn í Evrópusambandið og vilja þennan bísness. Hugsaðu þér í Icesave hvað við vorum vitlausir? Þeir fyrirlitu forsetann Ólaf Ragnar Grímsson, þessir menn, af því að hann vildi láta þjóðina ákveða. Þjóðin felldi það. Þjóðin er þá í hópi með okkur. Þannig að, þetta eru hin eilífu „rök“ að maður sé gamaldags, úreltur, á móti framtíðinni. Vilji fara inn í moldarkofanna. Þetta hljómar sem hin eilífðar sinfónía Evrópusinnanna og manna sem vilja komast í þennan bísness.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um þriðja orkupakkann fyrir stuttu. Hann sjálfur er sakaður í netheimum um að skara eld að eigin köku vegna málsins.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Landsvirkjun segir: Sæstrengurinn kemur fyrr en varir. Og þeir verða tveir. Ekki einn. Guðlaugur Þór segist hafa fengið lögfræðingana til að skrifa viðbótaralit. Og lögfræðingarnir efast nú um sitt álit í restina á því áliti. Bæði Friðrik og Stefán Már. Að þetta sé ekki alveg nógu gott en það megi prófa þetta.“Dreifir ekki slúðri um Guðlaug ÞórEn, nú er ykkur jafnframt legið á hálsi að dreifa ósannindum, slúðursögum um Guðlaug Þór…„Ekki ég,“ skýtur Guðni inn í hraðmæltur. … Þórðarson utanríkisráðherra, að hann eigi persónulegra hagsmuna að gæta?„Nei. Ég er vinur Guðlaugs Þórs og tek aldrei þátt í neinni slíkri umræðu og væni hann ekkert um það. Hann er á þessari skoðun. Og honum datt enn í hug eins og mörgum öðrum þetta íslenska ákvæði. Og keyrir áfram.“ Guðni vendir þá kvæði sínu í kross: „Og Þorstein Pálsson. Sem barðist gegn EES-samningnum af miklum krafti áður en Davíð koma á vettvang. Davíð sneri þeim öllum og kláraði EES-samninginn ásamt Jóni Baldvin. Bæði Davíð og Jón Baldvin eru á móti. En Þorsteinn hlær í hjarta sínu og er ægilega glaður.Frosti og Sigmar Vilhjálmsson. Ungu mennirnir í hópnum.Ég hef aldrei heyrt fyrr að hann sé glaður yfir því að nokkur maður væri blekktur. Þannig var hann ekki sem stjórnmálamaður. Nú er hann ógurlega glaður sem Evrópusinni yfir því að Guðlaugi skyldi takast að blekkja þingið. Með þessu íslenska ákvæði um að Alþingi þurfi að taka nýja ákvörðun. Þá bara hoppum við eins og Styrmir Gunnarsson bendir á.“Ekki til neitt sem heitir séríslenskt ákvæði Guðni bendir á Icesave til marks um hvernig þetta allt saman gangi fyrir sig. „Hvað var í Icesave? Þeir margleyptu agnið og ætluðu að klára Icesave Alþingi gegn öllum þjóðarvilja. Og öllum. Hvað gerðu þeir í Evrópusambandsmálinu. Þeir sóttu um aðild og spurðu ekkert þjóðina. Þeir sóttu um aðild og fóru í gríðarlega vinnu úti í Evrópu. Í samtölum við Evrópusambandið. Meira að segja Össur [Skarphéðinsson] gafst upp. Hann sá að þetta var vonlaust. Það var ekki til neitt íslenskt ákvæði um landbúnað eða sjávarútveg. Össur fór bara til Kína.“ En, er kannski drifkraftinn í þessu að sækja til nostalgískrar sýnar til Icesavebaráttunnar?„Jájá. Og þarna fer náttúrlega fyrir liði alveg gríðarlega öflugur fyrrverandi þingmaður, ungur að árum, Frosti Sigurjónsson. Sem hefur vakið oft þjóðarathygli fyrir sterkar skoðanir á ýmsum sviðum. Hann verður nú ekki vændur um að vera gamall og ruglaður. Nei.“Auglýsingar gegn þriðja orkupakkanum eru komnar í birtingu við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Hópurinn Orkan okkar stefnir að því að fara í víðtækari herferð þegar fjármunir safnast.Guðni segir það hreint ekki svo að í Orkunni okkar séu einungis gamlir fauskar. „Unga fólkið flykkist til liðs við okkur,“ segir Guðni og hefur til dæmis um það Frosta og svo Sigmar Vilhjálmsson athafnamann til marks um það.Segir samtökin ekki eiga krónuNú kostar fé að reka svona baráttu? Hvaðan koma peningarnir?„Við eigum ekki eina einustu krónu ennþá. Það er hægt að styrkja Orkan okkar með peningum. Það gerir þá almenningur. Það er engin fjáröflun farin í gang. Ég veit ekki hvað menn gera í því. Ég hygg að menn vilji skapa þá þjóðarstemmningu sem var í Icesave. Hún kom að vísu á óvart hversu öflug þjóðin var þá. Hugsaðu þér, Steingrímur og Jóhanna og Alþingi allt ætlaði að keyra þetta ofan í okkur.Hér má sjá mótmæli á Bessastöðum vegna Icesave fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum hinn 31. desember 2009. Guðni dregur hvergi fjöður yfir það að Icesave er aflvaki þeirrar hreyfingar sem nú beitir sér gegn 3. orkupakkanum.Vísir/Daníel Rúnarsson98 prósent þjóðarinnar felldu í 1. atkvæðagreiðslunni. Svo setti Ólafur þetta á dagskrá og olli þeim slíkum skaða að þeir kusu hann aldrei aftur vinstri menn. Þá felldu 62 prósent. En, auðvitað þurfum við peninga.“Raforkureikningurinn hækkar og fáeinir græða Og víst er að margir eru að svara kallinu. Þúsundir þegar gengið í hópinn á undanförnum dögum. „Ég held að það sé komið á einhverjum sólarhringum sex til sjö þúsund manns. Svo er þetta bara lítil þingsályktun. Það var þó frumvarp um Icesave sem varð að fara til forsetans.Forsetinn réttir bara upp hendur og segir: Þetta kemur aldrei til mín. Þetta er þó stærsta mál Íslandssögunnar. Það á að afgreiða þetta með einni þingsályktun eins og málið sem ég flutti tillöguna um Snata. Íslenska hundinn. Það var samþykkt á Alþingi. Að rækta hann og verja líf hans.“ Eftir þá samþykkt hefjast síðari átökin, að sögn Guðna: „Landsvirkjun segir að sæstrengurinn, hann kemur. Og menn eru að kaupa upp landið. Svo kemur bara ný ríkisstjórn. Og segir í stjórnarsáttmála. Sæstrengurinn er stærsta afl fyrir Íslendinga. Svo hækkar raforkuverð. Og fáeinir einstaklingar græða.“
Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Titringur á Alþingi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32
Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00