Körfubolti

KR hefur unnið 17 einvígi í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon fallast í faðma eftir sigur KR í Þorlákshöfn í gær.
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon fallast í faðma eftir sigur KR í Þorlákshöfn í gær. vísir/vilhelm
Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, tryggðu sér sæti í úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta með sigri á Þór í Þorlákshöfn, 93-108, í gærkvöldi.



Þetta er sjötta árið í röð sem KR kemst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Það ræðst á Skírdag hvort Stjarnan eða ÍR verður mótherji KR í úrslitunum.

KR hefur nú unnið 17 einvígi í röð í úrslitakeppni karla, eða öll einvígi sín frá vorinu 2014. KR tapaði síðast einvígi fyrir Grindavík, 3-1, í undanúrslitunum 2013.

Frá 2014 hefur KR leikið 65 leiki í úrslitakeppninni, unnið 51 og tapað 14. KR-ingar hafa ekki tapað leik í 8-liða úrslitum á þessum tíma og aðeins þrisvar sinnum farið í oddaleik.

KR hefur unnið fjögur einvígi gegn Grindavík, þrjú gegn Njarðvík, tvö gegn Keflavík, Tindastóli og Haukum og eitt gegn Snæfelli, Stjörnunni, Þór Ak. og Þór Þ.

Einvígi KR í úrslitakeppninni 2014-19:

2014:

KR 3-0 Snæfell

KR 3-1 Stjarnan

KR 3-1 Grindavík

2015:

KR 3-0 Grindavík

KR 3-2 Njarðvík

KR 3-1 Tindastóll

2016:

KR 3-0 Grindavík

KR 3-2 Njarðvík

KR 3-1 Haukar

2017:

KR 3-0 Þór Ak.

KR 3-1 Keflavík

KR 3-2 Grindavík

2018:

KR 3-0 Njarðvík

Haukar 1-3 KR

Tindastóll 1-3 KR

2019:

Keflavík 1-3 KR

KR 3-1 Þór Þ.

?


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×