Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 07:38 Kirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. AP/Kamil Zihnioglu Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019 Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56
Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53
Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40