Innlent

Rákust harkalega saman

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum.
Frá björgunaraðgerðum. Landsbjörg
Klukkan hálf ellefu í morgun voru björgunarsveitir á Norðausturlandi kallaðar út vegna tveggja strandveiðibáta í vanda. Annar báturinn hafði orðið vélarvana og var farinn að reka að landi þegar nærstaddur bátur kom honum til aðstoðar. Vont var í sjóinn um þetta leiti og rákust bátarnir harkalega saman og leki kom að öðrum þeirra.

Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á svæðinu, björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn sigldi til móts við bátana tvo ásamt vösku liði björgunarsveita- og slökkviliðsmanna sem fóru frá Þórshöfn á hraðskreiðum fiskveiðibát með öflugar dælur. Einnig kom annar nærstaddur bátur á vettvang og sigldi með bátunum tveimur í átt til Þórshafnar.

Um hádegi komu hóparnir sem fóru frá Þórshöfn með dælur að bátunum og stuttu síðar var Gunnbjörg einnig komin. Áhöfnin á björgunarskipinu tók annan bátinn í tog á meðan unnið var að því að dæla sjó úr hinum. Mikill sjór var þá komin í lest bátsins en engan sakað um borð í bátunum tveimur.

Klukkan eitt voru báðir bátarnir komnir í höfn á Þórshöfn og var annar þeirra hífður strax á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×