Neyðarástand í loftslagsmálum er staðreynd Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:00 Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar