Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 18:30 Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Forstjórinn segir félagið hafa farið að flestum tilmælum stofnunarinnar en fallist hvorki á íslenskt eftirlit né úrskurði. Umboðsmaður skuldara og Neytendasamtökin fagna ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa birti ákvörðun sína í máli gegn smálánafélaginu Ecommerce 2020 í gær, sem staðsett er í Danmörku en rekur fimm smálánafyrirtæki hér á landi. Fram hefur komið að niðurstaða stofnunarinnar sé sú að félaginu beri að fara að íslenskum lögum. Fram kemur að félagið hafi brotið gegn íslenskum neytendalögum með innheimtu hás kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningum. Þeim fyrirmælum var beint til félagsins að koma upplýsingum í viðunandi horf. Ecommerce sendi fréttastofu tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið sé ósammála því að íslensk lög gildi um smálánin og að fyrirtækið ætli að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilvitnun í forstjóra fyrirtækisins segir að félagið hafi lækkað vexti en þeir voru áður á bilinu 3.400 prósent til 13.200 prósent. Umbætur hafi verið gerðar á stöðluðu eyðublaði og lánssamningi. Þá telji fyrirtækið að vísa eigi til danskra eftirlitsstjórnvalda og úrskurðaraðila en ekki íslenskra eins og Neytendastofa kveði á um. Stjórnendur fyrirtækisins telja að dönsk lög eigi að gilda um lánssamninga.Sigur myndi breyta miklu fyrir skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara Formaður Neytendasamtakanna fagnaði ákvörðun Neytendastofu í samtali við fréttastofu í gær og það sama gerði lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara í dag en tveir þriðju þeirra sem leita þangað hafa tekið smálán af einhverjum toga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að sjá þessa ákvörðun frá Neytendastofu og við höfum bent ítrekað á þennan kostnað, að hann sé alltof hár og ekki í samræmi við lög, en það hefur auðvitað verið ágreiningur um hvort að íslensk lög gildi um þetta fyrirtæki,“ sagði Sara Jasonardóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri hjá Umboðsmanni skuldara í samtali við fréttastofu. Fram hefur komið að Neytendasamtökin séu að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn eCommerce á grundvelli ákvörðunar Neytendastofu. Sara segir það jákvætt ef samtökin ynnu sigur. „Ef þeir ynnu sigur í slíku máli myndi það breyta miklu hjá okkar skjólstæðingum.“Fréttatilkynningu Ecommerce 2020 má sjá hér í heild sinni:Neytendastofa sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ecommerce 2020 beri í ákveðnum tilvikum að fara að íslenskum lögum, en ekki dönskum, í viðskiptum sína við íslenska neytendur. Í ákvörðun Neytendastofu segir einnig að Ecommerce 2020 beri að breyta stöðluðu eyðublaði og lánasamningum til samræmis við athugasemdir stofunnar. Ecommerce 2020 vill koma því á framfæri að fyrirtækið hefur undanfarna mánuði átt í góðu samstarfi með Neytendastofu og tekið til greina athugasemdir er snúa að verklagi Ecommerce 2020 og bætt þar úr. Búið er að stórlækka kostnað á lánum sem standa viðskiptavinum til boða, neytendum til hagsbóta. Eftir stendur að félagið er ósammála þeirri niðurstöðu Neytendastofu að íslensk lög gildi um lánin. „Við höfðum lækkað vexti áður en nokkrar athugasemdir bárust frá Neytendastofu og þannig tryggt neytendum sem best kjör. Eins og segir í ákvörðuninni þá gerðum við umbætur á stöðluðu eyðublaði og lánasamningi en féllumst hins vegar ekki á allar athugasemdirnar og þá helst þær sem snúa að upplýsingum um eftirlitsstjórnvald og úrskurðaraðila. Gerðum við þar af leiðandi ekki þær breytingar, enda teljum við að vísa eigi til danskra stofnana þar að lútandi.“ (Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce 2020) Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Unnið er að kærunni að svo stöddu. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. Þangað til að úrskurður fæst munum við að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytendastofu verði sem best“ (Ondrej Smakal) Neytendur Smálán Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Forstjórinn segir félagið hafa farið að flestum tilmælum stofnunarinnar en fallist hvorki á íslenskt eftirlit né úrskurði. Umboðsmaður skuldara og Neytendasamtökin fagna ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa birti ákvörðun sína í máli gegn smálánafélaginu Ecommerce 2020 í gær, sem staðsett er í Danmörku en rekur fimm smálánafyrirtæki hér á landi. Fram hefur komið að niðurstaða stofnunarinnar sé sú að félaginu beri að fara að íslenskum lögum. Fram kemur að félagið hafi brotið gegn íslenskum neytendalögum með innheimtu hás kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningum. Þeim fyrirmælum var beint til félagsins að koma upplýsingum í viðunandi horf. Ecommerce sendi fréttastofu tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið sé ósammála því að íslensk lög gildi um smálánin og að fyrirtækið ætli að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilvitnun í forstjóra fyrirtækisins segir að félagið hafi lækkað vexti en þeir voru áður á bilinu 3.400 prósent til 13.200 prósent. Umbætur hafi verið gerðar á stöðluðu eyðublaði og lánssamningi. Þá telji fyrirtækið að vísa eigi til danskra eftirlitsstjórnvalda og úrskurðaraðila en ekki íslenskra eins og Neytendastofa kveði á um. Stjórnendur fyrirtækisins telja að dönsk lög eigi að gilda um lánssamninga.Sigur myndi breyta miklu fyrir skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara Formaður Neytendasamtakanna fagnaði ákvörðun Neytendastofu í samtali við fréttastofu í gær og það sama gerði lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara í dag en tveir þriðju þeirra sem leita þangað hafa tekið smálán af einhverjum toga. „Það er auðvitað mjög jákvætt að sjá þessa ákvörðun frá Neytendastofu og við höfum bent ítrekað á þennan kostnað, að hann sé alltof hár og ekki í samræmi við lög, en það hefur auðvitað verið ágreiningur um hvort að íslensk lög gildi um þetta fyrirtæki,“ sagði Sara Jasonardóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri hjá Umboðsmanni skuldara í samtali við fréttastofu. Fram hefur komið að Neytendasamtökin séu að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn eCommerce á grundvelli ákvörðunar Neytendastofu. Sara segir það jákvætt ef samtökin ynnu sigur. „Ef þeir ynnu sigur í slíku máli myndi það breyta miklu hjá okkar skjólstæðingum.“Fréttatilkynningu Ecommerce 2020 má sjá hér í heild sinni:Neytendastofa sendi frá sér í gær tilkynningu þess efnis að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ecommerce 2020 beri í ákveðnum tilvikum að fara að íslenskum lögum, en ekki dönskum, í viðskiptum sína við íslenska neytendur. Í ákvörðun Neytendastofu segir einnig að Ecommerce 2020 beri að breyta stöðluðu eyðublaði og lánasamningum til samræmis við athugasemdir stofunnar. Ecommerce 2020 vill koma því á framfæri að fyrirtækið hefur undanfarna mánuði átt í góðu samstarfi með Neytendastofu og tekið til greina athugasemdir er snúa að verklagi Ecommerce 2020 og bætt þar úr. Búið er að stórlækka kostnað á lánum sem standa viðskiptavinum til boða, neytendum til hagsbóta. Eftir stendur að félagið er ósammála þeirri niðurstöðu Neytendastofu að íslensk lög gildi um lánin. „Við höfðum lækkað vexti áður en nokkrar athugasemdir bárust frá Neytendastofu og þannig tryggt neytendum sem best kjör. Eins og segir í ákvörðuninni þá gerðum við umbætur á stöðluðu eyðublaði og lánasamningi en féllumst hins vegar ekki á allar athugasemdirnar og þá helst þær sem snúa að upplýsingum um eftirlitsstjórnvald og úrskurðaraðila. Gerðum við þar af leiðandi ekki þær breytingar, enda teljum við að vísa eigi til danskra stofnana þar að lútandi.“ (Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce 2020) Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Unnið er að kærunni að svo stöddu. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni. Þangað til að úrskurður fæst munum við að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar til þess að samstarfið við Neytendastofu verði sem best“ (Ondrej Smakal)
Neytendur Smálán Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira