Innlent

Svartaþoka og sést ekki stika á milli á Hellisheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er ekki margt að sjá í þessari vefmyndavél Vegagerðarinnar á Kambabrún við Hellisheiði.
Það er ekki margt að sjá í þessari vefmyndavél Vegagerðarinnar á Kambabrún við Hellisheiði. Vegagerðin
„Ég sá ekki á milli stika þegar ég fór yfir áðan,“ segir Gísli Reynisson rútubílstjóri eftir að hafa ekið yfir Hellisheiðina í morgun. Þar er algjör svartaþoka að sögn Gísla.

„Það er lágskýjað og mikil rigning,“ segir rútubílstjórinn og telur fulla ástæðu til að vara fólk við aðstæðum.

„Sérstaklega núna því það er búið að rífa niður víravegriðið á milli á meðan á malbikun hefur staðið,“ segir Gísli. Vinna við malbikun á heiðinni hefur verið í gangi undanfarna daga og vikur.

„Maður sér þetta ofboðslega illa og svo er nýtt malbik í bleytu pínu hált.“

Gísli er vanur því að aka um vegi landsins á öllum tímum dags og öllum veðrum. Hann var kominn á Selfoss þegar blaðamaður náði í hann á leið inn í Landmannalaugar að sækja fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×