Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 12:43 Lee Seung-hyun við komuna á lögreglustöðina í Seúl í dag. Getty/Han Myung-Gu Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar. Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar.
Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira