Lífið

Goth og BDSM eru ekki tískustraumar frá helvíti

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Harka og mýkt, blúndur og leður, fara vel saman í gothinu. Beislið, eða
"harnessið“ eins og það er oftast kallað, hefur á síðustu árum orðið að algengum tískufylgihlut en liðsmenn Hatara eru þekktir fyrir að skarta slíku.
Harka og mýkt, blúndur og leður, fara vel saman í gothinu. Beislið, eða "harnessið“ eins og það er oftast kallað, hefur á síðustu árum orðið að algengum tískufylgihlut en liðsmenn Hatara eru þekktir fyrir að skarta slíku. mynd/valli
Anna Kristín og Karlotta Laufey í Rokk & Rómantík finna fyrir sívaxandi almennum áhuga á goth-tískunni. „Margir sem koma hingað eru mjög forvitnir, bæði um þessa tísku og bara um búðina sem er náttúrlega öðruvísi en allar aðrar búðirnar hérna,“ segir Karlotta sem er alltaf tilbúin til þess að deila þekkingu sinni á hinu gotneska.

Rokk & Rómantík á Laugavegi sérhæfir sig í fatnaði og fylgihlutum sem kennd eru við gotnesku, eða „goth“, og er þannig óhjákvæmilega hálfgerð sérverslun með BDSM-dót.

„Goth hefur náttúrlega alltaf verið tengt við BDSM en þetta þarf ekkert allt endilega að vera kyn ferðis legt enda snýst þetta um meira. Lífsstíl, og tíska er bara tíska,“ segir Karlotta Laufey í Rokk & Rómantík. Karlotta hlær þegar hún er spurð um satanískar tengingar og hugmyndir um tískustrauma lóðbeint frá helvíti.

„Fólk á það til að vera svolítið hrætt við búðina og þorir varla að koma,“ segir Karlotta en flestir róist þegar á hólminn er komið og finni eitthvað sem höfði til þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.