Lífið

Enginn beðið mig afsökunar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birta hefur mátt þola mikla kynþáttfordóma alla ævi.
Birta hefur mátt þola mikla kynþáttfordóma alla ævi. vísir/vilhelm
„Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“

Svona hljómaði eitt af mörgum skilaboðum sem Birta Abiba Þórhallsdóttir fékk í aðdraganda Miss Universe Iceland keppninnar í sumar. Hún tjáði sig um málið í fjölmiðlum og sagðist þá hafa upplifað mikla fordóma alveg frá barnæsku.

Birta er gestur vikunnar í Einkalífinu. En hefur einhver beðið Birtu afsökunar eftir að í ljós kom að hún vann fegurðarsamkeppnina.

„Nei það hefur enginn beðið mig afsökunar. Ég held að ég þurfi þess ekki því ég er búin að setja fortíðina fyrir aftan mig og ég hef lært af henni og hún hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“

Birta segist vita að aðilar sem hafa verið gerendur finni alveg fyrir eftirsjá.

„Það eina sem við getum gert núna er að halda áfram og passa að þetta haldi ekki áfram að gerast.“


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.

Pabbi var mín besta forvörn

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar.

Þurfti að skipta um skóla vegna eineltis

Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn efnilegasti leikari landsins í dag og sló hann rækilega í gegn í annarri þáttaröð af Ófærð fyrir nokkrum mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.