The Mirror greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra hafa eigendur enska félagsins nú þegar neitað tveimur tilboðum. Í frétt Mirror kemur fram að Glazer fjölskyldan, sem keypti Manchester United árið 2005, hafi sagt að félagið sé einfaldlega ekki til sölu en krónprinsinn frá Sádi-Arabíu, Mohammad Bin Salman, virðist ekki ætla að gefast upp.
Allt er þegar þrennt er sagði kvæðið og kannski telur krónprinsinn að Glazer fjölskyldan láti undan á endanum.
Mögulega er afstaða fjölskyldunnar að breytast en Kevin Glazer, einn af meðeigendum félagsins, ákvað að selja 13% hlut sinn í félaginu fyrir 270 milljónir punda í kauphöllinni í New York.
Samkvæmt hlutabréfum félagsins er félagið metið á rétt yfir tvo milljarða punda en félagið var metið á allt að þrjá milljarða þegar Ole Gunnar Solskjær tók við. Slakt gengi undanfarið virðist hafa haft mikil áhrif virði félagsins en gengið innan vallar hefur verið lélegt undanfarin ár og hreint út sagt skelfilegt undanfarna mánuði.
Sem stendur myndu eflaust flestir stuðningsmenn Manchester United vilja sjá félagið selt en á þeim 14 árum sem Glazer fjölskyldan hefur átt félagið hefur hún tekið allt að milljarð punda úr félaginu. Þó félagið hafi eytt óheyrilegum fjárhæðum í leikmenn á undanförnum árum þá virðist lítil hugsun hafa verið á bakvið það og því hefur liðið setið uppi með leikmenn á borð við Ashley Young og Antionio Valencia í bakvörðum og miðverði sem ekki geta gefið boltann.
Manchester United mætir Liverpool á Old Trafford klukkan 15:30 í dag en gestirnir hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa.
Lætur Glazer fjölskyldan undan og selur Manchester United?
Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn