Fylkir tapaði 2-0 fyrir ÍA á Akranesi í dag. Helgi Sigurðsson sagði að sínum mönnum hafi gengið illa að spila boltanum á grasinu á Norðurálsvellinum, en Fylkir leikur heimaleiki sína á gervigrasi.
„Mér fannst vanta ákefð og meiri græðgi í mína menn í dag,“ sagði Helgi eftir leikinn. „Við vorum bara því miður ekki nógu ákveðnir í okkar sóknarleik eins og við höfum verið í undanförnum leikjum.“
„Við fundum engin svör við varnarleik Skagamannanna. Vorum svo sem alveg jafn góðir hérna úti á vellinum, en þeir voru betri á þeim svæðum sem skipta máli.“
Það hefur aðeins verið rætt um óstöðugleika í leik Fylkis, þeir náðu í tvo góða sigra en fengu svo skell á móti Stjörnunni, komu til baka á móti KA og náðu í sigur í síðasta leik en mæta svo frekar daufir til leiks hér. Hvað þarf Helgi að gera til þess að ná upp stöðugleika í leik sinna manna?
„Maður reynir að rýna í allt en það er óstöðugleiki hjá flestum liðum í þessari deild, þetta er jöfn deild og það geta allir unnið alla.“
„Við þurfum bara að halda áfram. Það er hægt að fara í volæði og halda að allt sé orðið slæmt en það er það ekki. Auðvitað þurfum við að spila aðeins betur en við gerðum í dag.“
„Boltinn gekk of hægt á milli manna, fyrirgjafir ekki nógu góðar inn í teig, léleg hlaup inn í teiginn og við sköpum bara lítið í þessum leik. Gerðum ekki nóg til þess að eiga eitthvað meira skilið.“
„Ég veit ekki hvort það var að við vorum allt í einu komnir á þurrt gras, frábær völlur og frábærar aðstæður og allt til alls, en eitthvað var þetta að fara illa í okkar menn og boltinn gekk of hægt,“ sagði Helgi Sigurðsson.
Helgi: Frábær völlur en þurrt grasið fór eitthvað illa í okkur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn