Ríkisstjórn Botsvana áfrýjar úrskurði Hæstaréttar um samkynhneigð Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 10:33 Forseti Botsvana hefur talað fyrir réttindum samkynhneigðra en dómsmálaráðherra hans vill snúa dæminu við. Getty/Bloomberg Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka. Botsvana Hinsegin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira