Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:55 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira