Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. nóvember 2019 18:30 Margrét Lillý segir sögu sína í Kompás sem birtist á Vísi á morgun. vísir/villi 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira