Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. nóvember 2019 18:30 Margrét Lillý segir sögu sína í Kompás sem birtist á Vísi á morgun. vísir/villi 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira