Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þetta Árni Jóhannsson skrifar 31. október 2019 21:27 Matthías í KR-búningnum. vísir/bára Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik