Vörumerkið þitt, hvernig líður því? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. október 2019 12:00 Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun