Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. október 2019 06:30 Þórey Vilhjálsmdóttir hafði lengi gengið með hugmyndina af Jafréttisvísinum í maganum áður en hún var framkvæmd. Fréttablaðið/Ernir Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira