Pavel: Mér finnst eins og ég sé endurfæddur Arnór Fannar Theódórsson skrifar 3. október 2019 22:31 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, spilaði vel í kvöld og var sáttur með útisigurinn á Fjölni 87-94 í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. „Það er náttúrulega bara gott, mikill léttir. Leikur sem við eigum að vinna. Þrátt að hann hafi ekki verið frábærlega spilaður af okkur þá er gott að vita til þess að við getum spilað ekki næginlega vel en samt unnið. Þannig það er ákveðinn léttir.“ Eftir erfiða byrjun þá komu Valsmenn gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pavel var ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að Valsmenn eigi töluvert inni. „Þetta er það sem það er. Við erum ekki búnir að eiga gott undirbúningstímabil þannig ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur. Þetta var svona framhald að því sem er búið að vera hjá okkur. Mikið um samskiptaleysi, eins og menn séu að spila saman í fyrsta skiptið. Þetta er vissulega nýtt lið hjá okkur en það sama má segja það um öll liðin í deildinni og mér finnst eins og við séum ekki alveg komnir nógu langt í okkar þannig það jákvæða í þessu er eins og ég segi, þrátt fyrir allt það og Fjölnir spilar mjög vel í dag, þá náðum við að vinna. Það er það góða í þessu og það er merki um lið sem getur gert eitthvað.“ Pavel skipti yfir í Val úr KR í sumar og var spurður að því hvernig honum hefði liðið í Valsbúningnum. „Bara vel, mjög spenntur, mjög örvandi og mjög lifandi. Það er einhvern vegin meiri pressa og fleiri augu á manni og meiri væntingar. Mjög gefandi og mér líður mjög vel. Mér finnst eins og ég sé endurfæddur,“ sagði Pavel. Pavel hefur ekki miklar áhyggjur af Valsliðinu og telur að þeir eigi eftir að slípa sig saman. „Ekki spurning, ég held líka að það séu allir meðvitaðir um að það er vinna framundan. Það er enginn núna inn í klefa sem segir að þetta sé það sem við erum. Það eru allir meðvitaðir um það og á meðan það er svo þá hef ég engar áhyggjur af því að þetta komi, það er fullt af klárum strákum í þessu liði.“ Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, spilaði vel í kvöld og var sáttur með útisigurinn á Fjölni 87-94 í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. „Það er náttúrulega bara gott, mikill léttir. Leikur sem við eigum að vinna. Þrátt að hann hafi ekki verið frábærlega spilaður af okkur þá er gott að vita til þess að við getum spilað ekki næginlega vel en samt unnið. Þannig það er ákveðinn léttir.“ Eftir erfiða byrjun þá komu Valsmenn gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pavel var ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að Valsmenn eigi töluvert inni. „Þetta er það sem það er. Við erum ekki búnir að eiga gott undirbúningstímabil þannig ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur. Þetta var svona framhald að því sem er búið að vera hjá okkur. Mikið um samskiptaleysi, eins og menn séu að spila saman í fyrsta skiptið. Þetta er vissulega nýtt lið hjá okkur en það sama má segja það um öll liðin í deildinni og mér finnst eins og við séum ekki alveg komnir nógu langt í okkar þannig það jákvæða í þessu er eins og ég segi, þrátt fyrir allt það og Fjölnir spilar mjög vel í dag, þá náðum við að vinna. Það er það góða í þessu og það er merki um lið sem getur gert eitthvað.“ Pavel skipti yfir í Val úr KR í sumar og var spurður að því hvernig honum hefði liðið í Valsbúningnum. „Bara vel, mjög spenntur, mjög örvandi og mjög lifandi. Það er einhvern vegin meiri pressa og fleiri augu á manni og meiri væntingar. Mjög gefandi og mér líður mjög vel. Mér finnst eins og ég sé endurfæddur,“ sagði Pavel. Pavel hefur ekki miklar áhyggjur af Valsliðinu og telur að þeir eigi eftir að slípa sig saman. „Ekki spurning, ég held líka að það séu allir meðvitaðir um að það er vinna framundan. Það er enginn núna inn í klefa sem segir að þetta sé það sem við erum. Það eru allir meðvitaðir um það og á meðan það er svo þá hef ég engar áhyggjur af því að þetta komi, það er fullt af klárum strákum í þessu liði.“
Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira