Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08