Erlent

Sjö fórust þegar „Fljúgandi virkið“ brot­lenti í Connecticut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/EPA
Sjö fórust þegar sprengjuflugvél af gerðinni Boeing B-17 úr seinni heimsstyrjöldinni hrapaði í Connecticut í Bandaríkjunum í gær.

Þrettán voru um borð í flugvélinni, sem kölluð er Fljúgandi virkið í daglegu tali. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak í grennd við Bradley-alþjóðaflugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna brotlenti vélin við enda flugbrautar eftir að hafa gert tilraun til lendingar.

Fram kom í máli lögreglustjórans James Rovella í gær að afar erfitt væri að bera kennsl á farþega vélarinnar.

Óljóst er um orsakir slyssins en gefið hefur verið út að flugvélin var í einkaeigu. Aðeins eru um tíu B-17 vélar í flughæfu ástandi eftir í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×