Innlent

Bein út­sending: Engin störf á dauðri jörð

Atli Ísleifsson skrifar
Þingið hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 12.
Þingið hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 12.
Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulíf, efnahag og lífskjör almennings víða um heim.

Þetta er viðfangsefnið á umhverfismálþingi ASÍ sem fram fer í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við.

Hægt verður að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan, en þingið hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 12.

Fundarstjóri er Halldóra Sveinsdóttir, formaður umhverfis- og neytendanefndar ASÍ.





DAGSKRÁ

08:30 Ávarp - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

08:45 Góð störf á lifandi jörð - Hamfarahlýnun og ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ

09:00 Verndum, nýtum og njótum - Náttúra og auðlindir á landi. Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur

09:20 Breytingar á lífríki sjávar við Ísland. Hvað þýða þær fyrir okkur? Dr. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunnar

09:40 Hringrásarhagkerfið - Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

10:00 Kaffi

10:10 Kynning á nokkrum fyrirtækjum sem starfa innan hringrásarhagkerfisins

10:35 „Stjörnu-Sævar“ - Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur

10:50 Pallborð - Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynningamála hjá ASÍ stýrir pallborði

Þátttakendur í pallborði:

Drífa Snædal, forseti ASÍ

Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu

11:30 Ávarp - Drífa Snædal, forseti ASÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×