Mynda sérstakt teymi til að bregðast við tíðum árásum í Malmö eftir morðið á Jaffar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 11:25 Hinn 15 ára Jaffar var skotinn til bana í árás á Möllevången í Malmö um helgina. Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar. Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar.
Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43
Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24