Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales ávarpaði þjóð sína í gær. Getty Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum. Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum.
Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05