Skólinn okkar: Reykjavík lokar Þekkingarskóla Sævar Reykjalín skrifar 11. nóvember 2019 07:45 Kæri Dagur borgarstjóri. Ég hef nú um nokkurt skeið sent þér tölvupósta og reynt að ná til þín en hef engin svör frá þér fengið. Samkvæmt öllum skipuritum Reykjavíkurborgar ert þú æðsti maður stjórnkerfisins og því eðlilegt að leitað sé til þín þegar á reynir og íbúar óska áheyrnar. Fyrir liggur að í Reykjavík eru fjórir þekkingarskólar starfandi. Einn af þeim er Kelduskóli í Grafarvogi, skóli sem nú á að loka. Í þessum skóla hefur farið fram frábært og faglegt starf sem vakið hefur eftirtekt út fyrir landsteinana. Nú ætlar meirihlutinn í borgarstjórn, í þínu nafni, að loka þessum skóla og fækka þekkingarskólum í Reykjavík niður í þrjá. Um þessar breytingar var skipaður starfshópur. Í honum voru átta starfsmenn Skóla- og frístundasviðs („SFS“) en aðeins tveir fulltrúar fyrir hönd íbúa/foreldra. Það er skemmst frá því að segja að allar tillögur sem fram komu í starfshópnum og lutu að því að halda starfsemi skólans áfram var slegin útaf borðinu af hálfu þeirra aðila sem leiddu hópinn, meirihlutanum í borgarstjórn. Á endanum var eina tillagan sem framgangi náði sú tillaga sem Helgi Grímsson, sviðstjóri SFS, vildi fá fram. Tillagan um að loka Kelduskóla, loka einum af fjórum þekkingarskólum í Reykjavík. Nú erum við á lokametrunum. Skóla- og frístundaráð ætlar að þröngva fyrrgreindum áformum upp á foreldra og íbúa í Grafarvogi. En af hverju segi ég þröngva? Jú, það kemur fram í skýrslu starfshópsins að allir þeir foreldrar og íbúar sem kallaðir voru til í rýnihópa (sjá viðauka í skýrslu) vegna tillögunnar lýstu sig mótfallna og töldu kosti við að halda starfseminni áfram bæði yfirgnæfandi fleiri og málefnalegri en kosti við lokun skólans. Eins og fyrr segir hafa fyrirætlanirnar gríðarleg áhrif á alla íbúa í Borgar-, Engja-, Víkur- og Staðarhverfi í Grafarvogi, þ.m.t. tæplega 1.000 börn sem búa í þeim hverfum. Engu að síður hefur ekki verið haldinn opinn fundur um málið að hálfu borgarinnar og ekkert haldbært og faglegt samráð átt við íbúa/foreldra í þeim hverfum sem breytingarnar taka til. Þess utan hafa breytingarnar vissulega jafnframt óbein áhrif á aðra íbúa í Grafarvogi sem eru í dag um 20 þúsund talsins. Framangreind vinnubrögð virðast vera hluti af stjórnsýsluháttum meirihlutans í Reykjavík, þ.e. að taka ákvarðanir áður en formlegt og faglegt samráð er haft við þá aðila sem undir ákvarðanirnar falla, svo sjónarmið þeirra liggi örugglega ekki fyrir við ákvarðanatökuna. Og þá er ekki aftur snúið og ákvörðunin keyrð í gegn, hvað sem afstöðu borgaranna líður. Ég spyr, eru þetta lýðræðisleg vinnubrögð? Svarið er þvert nei! Sjálfur er ég formaður foreldrafélags Kelduskóla og veit því jafn vel og þú að hundruð foreldra hafa sent þér, og öðrum þjóðkjörnum fulltrúum í borgarstjórn, tölvupósta þar sem lýst er yfir gríðarlegri óánægju með fyrirhuguð áform. Þá veit ég jafnframt að nemendur, núverandi og fyrrverandi, hafa ennfremur sent ykkur pósta sem hingað til hafa nær algjörlega verið hunsaðir. Í lok dagsins snýst þetta auðvitað um hið augljósa, að SFS langi að stofna unglingaskóla í Grafarvogi og spara fjármuni. Gott og vel, látum þó að svo stöddu liggja á milli hluta hvernig sparnaðarhlið þessa máls hefur verið rökstudd af hálfu meirihlutans. Hefði ekki verið eðlilegast og meira í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti Dagur, að hefja þá tillögu með því skrefi að leita afstöðu íbúa, foreldra og nemenda til slíkra áforma? Það hlýtur að teljast mikilvæg forsenda fyrir áformunum að vilji íbúa standi til svo afdrifaríkra breytinga. Er þetta einkum mikilvægt þegar horft er til þeirrar meginreglu íslensks réttar að ávallt skuli gætt að því að sjónarmið barna, og aðila sem fara með forsjá þeirra, liggi fyrir við ákvarðanir sem varða börn. Ef svarið er já, þá hefði legið fyrir áður en tillagan var samþykkt í Skóla- og frístundaráði að foreldrar í Grafarvogi eru mótfallnir breytingunum og vilja leggja til aðrar lausnir en lokun skólans. Í þeim efnum hefur t.a.m. komið upp sú hugmynd að sameina leik- og grunnskóla eins og borgaryfirvöld fyrirhuga að gera í Skerjafirði. Auk þess hafa ýmsar aðrar lausnir ítrekað verið lagðar fram en þeim ekki svarað efnislega því það á keyra áformin í gegn. Við foreldrar og íbúar í norðanverðum Grafarvogi skiljum í raun ekki af hverju meirihlutinn í borgarstjórn vill ekki finna lausn með okkur. Sjálfur er ég ekki í pólitík en ég er í ýmsum hópum, stjórnum og félagasamtökum og hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum og framkomu og þeirri sem viðhöfð hefur verið í tengslum við skólamálin í Grafarvogi. Það að einn aðili í krafti valdastöðu sinnar ætli sér að valta með slíkum yfirgangi yfir vilja og sjónarmið yfirgnæfandi meirihluta þeirra aðila sem breytingar taka til er algjört einsdæmi í mínum reynslubanka. Það held ég líka að sé hluti vandamálsins. Við erum austan við Elliðaána þar sem ekkert ykkar býr eða kemur. Þið hittið okkur ekki í Spönginni, sundlauginni eða í Egilshöll þannig að þið heyrið ekki raddir okkar og þið kjósið að virða raddir okkar að vettugi þegar við sækjumst eftir áheyrn. Það er fín hjóla- og gönguleið upp í Grafarvog og þú ert ávallt velkominn að ræða við okkur Dagur. Það vantar ekki samstarfsviljann frá okkur íbúum en það væri óskandi að hann væri til staðar hjá ykkur í borgarstjórn. Að lokum vil ég benda á að jafnvel þótt áform ykkar meirihlutans næðu fram að ganga er afar örðugt að ímynda sér sátt um breytingarnar í ljósi þess hve ófaglega og offorslega var að henni staðið. Þá er ljóst að tíu mánuðir er nú í að næsta skólaár hefjist. Inni í þeim tíma er tveggja mánaða sumarfrí. Á þessum tíma hefur þú og þinn meirihluti (ef á annað borð á að standa við þau loforð sem gefin eru í tillögunni) í hyggju að koma eftirfarandi þáttum til framkvæmda: - Loka einum af fjórum þekkingarskólum í Reykjavík - Stofna þrjá nýja skóla með tilheyrandi kostnaði - Ráða þrjá nýja skólastjóra - Ráða kennara í allar stöður - Skipuleggja skólana, setja þeim stefnur og gildi - Stofna skólaráð í þessum þremur skólum - Stofna foreldraráð í þessum þremur skólum - Stofna nemendafélög í þessum þremur skólum - Endurskipuleggja frístundastarf í Grafarvogi frá grunni - Búa til skóladagtal og leggja fyrir skólaráð í öllum þremur skólum - Endurnýja húsgögn í Víkurskóla svo að hann henti unglingum - Kaupa nýjan tölvubúnað enda á hver og einn nemandi rétt á því að fá iPad eða Chrome book til afnota - Skilgreina hvað er „nýsköpunarskóli“ og móta stefnu fyrir nýjan unglingaskóla - Fá Strætó Bs. Til að fjölga stoppustöðvum og breyta strætóleiðum (sem þeir hafa nú þegar tilkynnt að þeir muni ekki gera enda búnið að tilkynna nýja áætlun) - Skipuleggja skólaakstur fyrir yngstu börnin - Byggja undirgöng milli Garðstaða og Breiðuvíkur - Setja upp þrengingar, gönguljós og merkingar milli Engja- og Víkurhverfis Þetta eru háleit markmið á svo stuttum tíma, fyrir utan þann kostnað sem augljóslega er fyrirséður í tengslum við þær en hann hlýtur að hlaupa á hundruðum milljóna króna. Það sjá það allir í hendi sér að fyrirhugaðar framkvæmdir munu aldrei takast á svo skömmum tíma sem áformaður er. Því bið ég þig Dagur, vertu líka borgarstjórinn okkar í Grafarvogi og stöðvaðu þessi áform. Taktu samtalið við okkur íbúana og gefðu okkur færi á því að finna í sameiningu lausn sem við íbúar í Grafarvogi getum verið sátt með. Því hvað viljum við annað í skóla en sátt börn sem hann sækja, sátta kennara sem þar vinna og sátta foreldr sem eyða miklum af sínum frítíma í að láta börnum sínum líða þar vel. Þú ert með tölvupóstinn minn og ég er í símaskránni og ég vonast til að heyra frá þér.Höfundur er þriggja barna faðir, íbúa í Grafarvogi og formaður foreldrafélags Kelduskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Kæri Dagur borgarstjóri. Ég hef nú um nokkurt skeið sent þér tölvupósta og reynt að ná til þín en hef engin svör frá þér fengið. Samkvæmt öllum skipuritum Reykjavíkurborgar ert þú æðsti maður stjórnkerfisins og því eðlilegt að leitað sé til þín þegar á reynir og íbúar óska áheyrnar. Fyrir liggur að í Reykjavík eru fjórir þekkingarskólar starfandi. Einn af þeim er Kelduskóli í Grafarvogi, skóli sem nú á að loka. Í þessum skóla hefur farið fram frábært og faglegt starf sem vakið hefur eftirtekt út fyrir landsteinana. Nú ætlar meirihlutinn í borgarstjórn, í þínu nafni, að loka þessum skóla og fækka þekkingarskólum í Reykjavík niður í þrjá. Um þessar breytingar var skipaður starfshópur. Í honum voru átta starfsmenn Skóla- og frístundasviðs („SFS“) en aðeins tveir fulltrúar fyrir hönd íbúa/foreldra. Það er skemmst frá því að segja að allar tillögur sem fram komu í starfshópnum og lutu að því að halda starfsemi skólans áfram var slegin útaf borðinu af hálfu þeirra aðila sem leiddu hópinn, meirihlutanum í borgarstjórn. Á endanum var eina tillagan sem framgangi náði sú tillaga sem Helgi Grímsson, sviðstjóri SFS, vildi fá fram. Tillagan um að loka Kelduskóla, loka einum af fjórum þekkingarskólum í Reykjavík. Nú erum við á lokametrunum. Skóla- og frístundaráð ætlar að þröngva fyrrgreindum áformum upp á foreldra og íbúa í Grafarvogi. En af hverju segi ég þröngva? Jú, það kemur fram í skýrslu starfshópsins að allir þeir foreldrar og íbúar sem kallaðir voru til í rýnihópa (sjá viðauka í skýrslu) vegna tillögunnar lýstu sig mótfallna og töldu kosti við að halda starfseminni áfram bæði yfirgnæfandi fleiri og málefnalegri en kosti við lokun skólans. Eins og fyrr segir hafa fyrirætlanirnar gríðarleg áhrif á alla íbúa í Borgar-, Engja-, Víkur- og Staðarhverfi í Grafarvogi, þ.m.t. tæplega 1.000 börn sem búa í þeim hverfum. Engu að síður hefur ekki verið haldinn opinn fundur um málið að hálfu borgarinnar og ekkert haldbært og faglegt samráð átt við íbúa/foreldra í þeim hverfum sem breytingarnar taka til. Þess utan hafa breytingarnar vissulega jafnframt óbein áhrif á aðra íbúa í Grafarvogi sem eru í dag um 20 þúsund talsins. Framangreind vinnubrögð virðast vera hluti af stjórnsýsluháttum meirihlutans í Reykjavík, þ.e. að taka ákvarðanir áður en formlegt og faglegt samráð er haft við þá aðila sem undir ákvarðanirnar falla, svo sjónarmið þeirra liggi örugglega ekki fyrir við ákvarðanatökuna. Og þá er ekki aftur snúið og ákvörðunin keyrð í gegn, hvað sem afstöðu borgaranna líður. Ég spyr, eru þetta lýðræðisleg vinnubrögð? Svarið er þvert nei! Sjálfur er ég formaður foreldrafélags Kelduskóla og veit því jafn vel og þú að hundruð foreldra hafa sent þér, og öðrum þjóðkjörnum fulltrúum í borgarstjórn, tölvupósta þar sem lýst er yfir gríðarlegri óánægju með fyrirhuguð áform. Þá veit ég jafnframt að nemendur, núverandi og fyrrverandi, hafa ennfremur sent ykkur pósta sem hingað til hafa nær algjörlega verið hunsaðir. Í lok dagsins snýst þetta auðvitað um hið augljósa, að SFS langi að stofna unglingaskóla í Grafarvogi og spara fjármuni. Gott og vel, látum þó að svo stöddu liggja á milli hluta hvernig sparnaðarhlið þessa máls hefur verið rökstudd af hálfu meirihlutans. Hefði ekki verið eðlilegast og meira í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti Dagur, að hefja þá tillögu með því skrefi að leita afstöðu íbúa, foreldra og nemenda til slíkra áforma? Það hlýtur að teljast mikilvæg forsenda fyrir áformunum að vilji íbúa standi til svo afdrifaríkra breytinga. Er þetta einkum mikilvægt þegar horft er til þeirrar meginreglu íslensks réttar að ávallt skuli gætt að því að sjónarmið barna, og aðila sem fara með forsjá þeirra, liggi fyrir við ákvarðanir sem varða börn. Ef svarið er já, þá hefði legið fyrir áður en tillagan var samþykkt í Skóla- og frístundaráði að foreldrar í Grafarvogi eru mótfallnir breytingunum og vilja leggja til aðrar lausnir en lokun skólans. Í þeim efnum hefur t.a.m. komið upp sú hugmynd að sameina leik- og grunnskóla eins og borgaryfirvöld fyrirhuga að gera í Skerjafirði. Auk þess hafa ýmsar aðrar lausnir ítrekað verið lagðar fram en þeim ekki svarað efnislega því það á keyra áformin í gegn. Við foreldrar og íbúar í norðanverðum Grafarvogi skiljum í raun ekki af hverju meirihlutinn í borgarstjórn vill ekki finna lausn með okkur. Sjálfur er ég ekki í pólitík en ég er í ýmsum hópum, stjórnum og félagasamtökum og hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum og framkomu og þeirri sem viðhöfð hefur verið í tengslum við skólamálin í Grafarvogi. Það að einn aðili í krafti valdastöðu sinnar ætli sér að valta með slíkum yfirgangi yfir vilja og sjónarmið yfirgnæfandi meirihluta þeirra aðila sem breytingar taka til er algjört einsdæmi í mínum reynslubanka. Það held ég líka að sé hluti vandamálsins. Við erum austan við Elliðaána þar sem ekkert ykkar býr eða kemur. Þið hittið okkur ekki í Spönginni, sundlauginni eða í Egilshöll þannig að þið heyrið ekki raddir okkar og þið kjósið að virða raddir okkar að vettugi þegar við sækjumst eftir áheyrn. Það er fín hjóla- og gönguleið upp í Grafarvog og þú ert ávallt velkominn að ræða við okkur Dagur. Það vantar ekki samstarfsviljann frá okkur íbúum en það væri óskandi að hann væri til staðar hjá ykkur í borgarstjórn. Að lokum vil ég benda á að jafnvel þótt áform ykkar meirihlutans næðu fram að ganga er afar örðugt að ímynda sér sátt um breytingarnar í ljósi þess hve ófaglega og offorslega var að henni staðið. Þá er ljóst að tíu mánuðir er nú í að næsta skólaár hefjist. Inni í þeim tíma er tveggja mánaða sumarfrí. Á þessum tíma hefur þú og þinn meirihluti (ef á annað borð á að standa við þau loforð sem gefin eru í tillögunni) í hyggju að koma eftirfarandi þáttum til framkvæmda: - Loka einum af fjórum þekkingarskólum í Reykjavík - Stofna þrjá nýja skóla með tilheyrandi kostnaði - Ráða þrjá nýja skólastjóra - Ráða kennara í allar stöður - Skipuleggja skólana, setja þeim stefnur og gildi - Stofna skólaráð í þessum þremur skólum - Stofna foreldraráð í þessum þremur skólum - Stofna nemendafélög í þessum þremur skólum - Endurskipuleggja frístundastarf í Grafarvogi frá grunni - Búa til skóladagtal og leggja fyrir skólaráð í öllum þremur skólum - Endurnýja húsgögn í Víkurskóla svo að hann henti unglingum - Kaupa nýjan tölvubúnað enda á hver og einn nemandi rétt á því að fá iPad eða Chrome book til afnota - Skilgreina hvað er „nýsköpunarskóli“ og móta stefnu fyrir nýjan unglingaskóla - Fá Strætó Bs. Til að fjölga stoppustöðvum og breyta strætóleiðum (sem þeir hafa nú þegar tilkynnt að þeir muni ekki gera enda búnið að tilkynna nýja áætlun) - Skipuleggja skólaakstur fyrir yngstu börnin - Byggja undirgöng milli Garðstaða og Breiðuvíkur - Setja upp þrengingar, gönguljós og merkingar milli Engja- og Víkurhverfis Þetta eru háleit markmið á svo stuttum tíma, fyrir utan þann kostnað sem augljóslega er fyrirséður í tengslum við þær en hann hlýtur að hlaupa á hundruðum milljóna króna. Það sjá það allir í hendi sér að fyrirhugaðar framkvæmdir munu aldrei takast á svo skömmum tíma sem áformaður er. Því bið ég þig Dagur, vertu líka borgarstjórinn okkar í Grafarvogi og stöðvaðu þessi áform. Taktu samtalið við okkur íbúana og gefðu okkur færi á því að finna í sameiningu lausn sem við íbúar í Grafarvogi getum verið sátt með. Því hvað viljum við annað í skóla en sátt börn sem hann sækja, sátta kennara sem þar vinna og sátta foreldr sem eyða miklum af sínum frítíma í að láta börnum sínum líða þar vel. Þú ert með tölvupóstinn minn og ég er í símaskránni og ég vonast til að heyra frá þér.Höfundur er þriggja barna faðir, íbúa í Grafarvogi og formaður foreldrafélags Kelduskóla.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar