Handbolti

Stór­sigur hjá Aroni og fé­lögum í Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. Vísir/Getty
Barcelona eru óstöðvandi að venju í spænsku úrvalsdeildinni og yfirburðir þeirra í kvöld voru hreint út sagt fáránlegir. Puerto Sagunto héldu í við heimamenn á upphafsmínútunum en í stöðunn 3-3 skildu leiðir. Barcelona skoraði næstu fjögur mörk leiksins og voru svo 11 mörkum yfir í hálfleik, 21-10. 

Í síðari hálfleik héldu yfirburðirnir áfram og lauk leiknum með 21 marks sigri, lokatölur 46-35. Alls hafa liðin mæst 19 sinnum og hefur Barcelona unnið alla 19 leikina.

Barcelona er því enn með fullt hús stiga að loknum sjö umferðum en Logroño, Cuenca og Ademar Leon koma öll með 10 stig þar á eftir.

Barcelona tekur næst á móti Guðjóni Vali Sigurðssyni og liðsfélögum hans í Paris Saint-Germain en liðin mætast í Meistaradeild Evrópu þann 19. október næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×