Spánverjar jöfnuðu gegn Svíum í uppbótartíma | Lærisveinar Helga Kolviðs töpuðu stórt | Öll úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2019 21:15 Helgi Kolviðsson á hliðarlínunni gegn Ítalíu í kvöld. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28