Íslenski boltinn

Ágúst tekinn við Gróttu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Þór Gylfason er mættur á Seltjarnarnesið.
Ágúst Þór Gylfason er mættur á Seltjarnarnesið. vísir/bára
Ágúst Þór Gylfason var í dag ráðinn þjálfari Gróttu sem verður nýliði í Pepsi Max-deild karla næsta sumar. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Ágúst kemur til félagsins frá Blikum en undir hans stjórn urðu Blikar í öðru sæti í deildinni síðustu tvö ár. Sá árangur dugði þó ekki til þess að halda starfinu og Blikar réðu Óskar Hrafn Þorvaldsson í hans stað.

Er Blikar réðu Óskar losnaði staðan út á Nesi og Ágúst hefur nú formlega haft starfsskipti við Óskar.

Guðmundur Steinarsson mun aðstoða Ágúst út á Nesi en hann var einnig aðstoðarmaður hans hjá Blikunum.

Áður en Ágúst fór til Blikanna var hann þjálfari Fjölnis og náði hann eftirtektarverðum í Grafarvoginum áður en hann færði sig yfir í Kópavoginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×