Vitundarvakning um málþroskaröskun Tinna Sigurðardóttir og Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 15. október 2019 15:45 Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun