Fylkir réð í dag tvo aðalþjálfara til þess að stýra liðinu næsta sumar. Þetta eru þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson.
Þeir taka við liðinu af Helga Sigurðssyni sem var látinn fara frá félaginu. Helgi samdi í kjölfarið við ÍBV í Vestmannaeyjum.
Ólafur var áður aðstoðarmaður Helga og þekkir því vel til hópsins. Ólafur Ingi Skúlason verður svo spilandi aðstoðarþjálfari.
Þetta er fyrsta þjálfarastarf Atla Sveins í efstu deild en hann var síðast að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni. Hann þjálfaði Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2016. Atli er Akureyringur og uppalinn hjá KA. Hann lék einnig um árabil með Valsmönnum og var þá á meðal bestu varnarmanna landsins. Hann náði að spila níu A-landsleiki á ferlinum og var í atvinnumennsku hjá Örgryte í Svíþjóð í upphafi aldarinnar.
Ólafur er einn af dáðustu sonum Fylkis. Lék með liðinu um árabil og hefur svo verið aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár.
Atli Sveinn og Óli Stígs taka við Fylki
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Einn besti dómari landsins fær ekki leik
Körfubolti







Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn