FH-ingar fagna stórafmæli Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 15. október 2019 09:00 Viðar Halldórsson hvetur stjórnvöld til að hlúa betur að allri íþróttastarfssemi. Við munum fagna afmælinu 26. október, þá verður dagskrá allan daginn. Þá munu deildir félagsins kynna starfsemi sína frá klukkan tvö til fjögur og að því loknu munum við taka í notkun nýtt knatthús sem við köllum Skessuna. Svo verður afmæliskvöldverður klukkan sjö í veislusalnum okkar Sjónarhóli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Félagið fagnar í dag 90 ára afmæli, en það var stofnað á þessum degi árið 1929. Nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og stofnuðu félagið og voru fimleikar í upphafi eina íþróttagreinin sem stunduð var í FH. Síðan þá hefur bæst við fjöldi íþróttagreina sem iðkaðar eru í félaginu, svo sem frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar en ekki eru lengur stundaðir þar fimleikar. Um 1.000-1.500 manns leggja leið sína á FH-svæðið daglega og eru iðkendur félagsins um 2.000 talsins. „Þeir sem koma hingað eru á öllum aldri, alveg frá tveggja ára til níræðs. Það er skólastarfsemi hérna á morgnana og svo kemur hingað fjöldi eldri borgara á hverjum degi til þess að hreyfa sig. Svo eftir klukkan þrjú hefjast æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum,“ segir Viðar. Hann bætir við að starfsemi íþróttafélaga hafi breyst mikið síðustu áratugina og þar sé FH engin undantekning. „Aðstaðan hjá okkur hefur gjörbreyst og þá sér í lagi síðan árið 2005. Við erum nú með frábæra aðstöðu, bæði íþróttasali, búningsklefa og annað sem er á um 25.000 fermetrum,“ segir Viðar. „Svo erum við með útisvæði í hæsta gæðaflokki, bæði knattspyrnuleikvang og frjálsíþróttavöll. Ég geng svo langt að segja að við séum með glæsilegasta félagsíþróttasvæði landsins,“ segir hann. Viðar segir FH-inga fagna þessum tímamótum og er hann sérstaklega þakklátur góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. „Íþróttastarfsemi, sama hvort hún er hér eða annars staðar, er stór hluti af samfélaginu,“ segir hann. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin tekið verulegan þátt í þessari starfsemi en ég hvet stjórnvöld til þess að hlúa betur að starfsemi íþróttafélaga, sama hvar þau eru á landinu,“ segir Viðar ákveðinn. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Við munum fagna afmælinu 26. október, þá verður dagskrá allan daginn. Þá munu deildir félagsins kynna starfsemi sína frá klukkan tvö til fjögur og að því loknu munum við taka í notkun nýtt knatthús sem við köllum Skessuna. Svo verður afmæliskvöldverður klukkan sjö í veislusalnum okkar Sjónarhóli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Félagið fagnar í dag 90 ára afmæli, en það var stofnað á þessum degi árið 1929. Nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og stofnuðu félagið og voru fimleikar í upphafi eina íþróttagreinin sem stunduð var í FH. Síðan þá hefur bæst við fjöldi íþróttagreina sem iðkaðar eru í félaginu, svo sem frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar en ekki eru lengur stundaðir þar fimleikar. Um 1.000-1.500 manns leggja leið sína á FH-svæðið daglega og eru iðkendur félagsins um 2.000 talsins. „Þeir sem koma hingað eru á öllum aldri, alveg frá tveggja ára til níræðs. Það er skólastarfsemi hérna á morgnana og svo kemur hingað fjöldi eldri borgara á hverjum degi til þess að hreyfa sig. Svo eftir klukkan þrjú hefjast æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum,“ segir Viðar. Hann bætir við að starfsemi íþróttafélaga hafi breyst mikið síðustu áratugina og þar sé FH engin undantekning. „Aðstaðan hjá okkur hefur gjörbreyst og þá sér í lagi síðan árið 2005. Við erum nú með frábæra aðstöðu, bæði íþróttasali, búningsklefa og annað sem er á um 25.000 fermetrum,“ segir Viðar. „Svo erum við með útisvæði í hæsta gæðaflokki, bæði knattspyrnuleikvang og frjálsíþróttavöll. Ég geng svo langt að segja að við séum með glæsilegasta félagsíþróttasvæði landsins,“ segir hann. Viðar segir FH-inga fagna þessum tímamótum og er hann sérstaklega þakklátur góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. „Íþróttastarfsemi, sama hvort hún er hér eða annars staðar, er stór hluti af samfélaginu,“ segir hann. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin tekið verulegan þátt í þessari starfsemi en ég hvet stjórnvöld til þess að hlúa betur að starfsemi íþróttafélaga, sama hvar þau eru á landinu,“ segir Viðar ákveðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira