Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 18:03 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur vonast til að Samtök atvinnulífsins setjist fljótt niður með forsvarsmönnum verkalýðisfélaga hjá Ríkissáttasemjara. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira