Ríflega 1.000 daga drottnun Real Madrid í Evrópu er lokið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2019 08:00 Gareth Bale er ekki vinsæll þessa dagana. vísir/getty Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00