Elías Már Halldórsson, þjálfari HK í Olísdeild karla, má ekki stýra liðinu í næsta leik því hann var í dag úrskurðaður í leikbann.
Elías Már fékk rautt spjald í leik HK og KA um helgina. Í úrskurði aganefndar HSÍ segir að útilokunin hafi verið vegna „grófrar íþróttamnnslegrar hegðunar.“
Þjálfarinn verður því fjarri góðu gamni þegar HK mætir Stjörnunni botnslag í Olísdeild karla.
HK er enn án stiga eftir fimm leiki og vermir botnsæti deildarinnar en Stjarnan er með eitt stig í 10. sæti.
Elías dæmdur í eins leiks bann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti