Stella varð þriggja barna stjúpmóðir á einni nóttu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 10:30 Stella Björg Kristinsdóttir á í dag fjögur börn með eiginmanni sínum Orra. Stella Björg Kristinsdóttir er bæði móðir og stjúpmóðir. Hún er með B.A. í félagsráðgjöf og viðbótar diplómu í samskiptum og forvörnum. Frá því hún fékk það hlutverk að vera stjúpmóðir hefur hún haft gaman að því að kynna sér málefni og fræðast um stjúptengsl. Hún og eiginmaður hennar, Orri Hermannsson, kynntust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. „Við kynnumst árið 2012 og vorum mjög fljót að finna að við vildum vera saman. Orri var svo lukkulegur að eiga þrjú börn þannig að við vorum bara að fara stofna stjúpfjölskyldu. Svo giftum við okkur 2015 og eignuðumst svo Freyju Rán 2016.“ Í dag eru þau því fjögur systkinin en Stella segir að það hafi aldrei verið nein fyrirstaða að verða stjúpmóðir þriggja barna.Þurfti að aðlagast því að vera fimm „Það var aldrei neitt sem ég var hrædd við að takast á við. Auðvitað var þetta samt eitthvað glænýtt og bara eins og þegar maður er að hefja sambúð með einhverjum og þið eruð að læra að búa saman. En þarna er þetta ekki bara einn einstaklingur, heldur eru þau fjögur sem maður þarf að læra að búa með. Það er bara ýmislegt sem maður þarf að aðlagast, læra og taka tillit til. Ég man eftir því þegar við vorum búin að vera saman í tæpt ár þá hélt ég erindi á vegum stjórn stjúpfjölskyldna sem hét að fara úr því að vera ein í því að vera fimm. Það gefur auga leið að þetta var ótrúlega mikil breyting.“Allt í einu var Stella farin að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn sem hún kunni lítið á.Að stofna sína eigin fjölskyldu getur oft verið erfitt en að setja saman fjölskyldu úr ólíkum áttum getur einnig tekið á. „Þau voru öll á mismunandi aldri og ég var til að mynda ekki von því að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn og var nú enginn meistari í því. Eða þá að vera allt í einu að búa með stelpu sem var að verða táningur, nema bara þegar ég var sjálf táningur og mér fannst það ekkert rosalega langt síðan að það var. Það sem ég man svo eftir varðandi mig sjálfa var að ég þurfti svo að læra hvað það þýddi að vera stjúpforeldri.“ Það getur verið mjög krefjandi að læra inná nýtt og mikilvægt hlutverk. Og er það því mikil áskorun fyrir þá sem stíga inn í það hlutverk að vera stjúpforeldri. „Alveg eins og það er mjög stór áskorun að fara inn í foreldra hlutverk þá er það auðvitað líka mikil áskorun að verða stjúpmóðir. Þetta voru bara þrír ótrúlega flottir einstaklingar sem ég var að fara búa með ásamt Orra. Það var mikil áskorun að ganga inn í eitthvað eins og uppeldis og foreldra hlutverk. Þú vilt gera það vel. Ég fór frekar snemma eftir að við byrjuðum saman á svona sjúpu námskeið. Á því námskeiði var mikið talað um að móta hlutverkið sjálfur. Og ég fann mjög sterkt að móta þetta hlutverk sjálf. Ég fann fyrir því að það væri mikilvægt að móta ákveðna sérstöðu í því að vera stjúpmamma þar sem börnin áttu svo frábærar mömmur.“ Þegar það kemur að því að taka að sér hlutverkið stjúpforeldri eru nokkrar leiðir til að leita sér bæði fræðslu og hjálpar. Stella segir það vera mikilvægur partur af ferlinu. „Ég myndi hundrað prósent mæla með því og ég bara elska að kynna mér málefni stjúpfjölskyldna og var það alveg frá byrjun,“ segir Stella en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Stella Björg Kristinsdóttir er bæði móðir og stjúpmóðir. Hún er með B.A. í félagsráðgjöf og viðbótar diplómu í samskiptum og forvörnum. Frá því hún fékk það hlutverk að vera stjúpmóðir hefur hún haft gaman að því að kynna sér málefni og fræðast um stjúptengsl. Hún og eiginmaður hennar, Orri Hermannsson, kynntust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. „Við kynnumst árið 2012 og vorum mjög fljót að finna að við vildum vera saman. Orri var svo lukkulegur að eiga þrjú börn þannig að við vorum bara að fara stofna stjúpfjölskyldu. Svo giftum við okkur 2015 og eignuðumst svo Freyju Rán 2016.“ Í dag eru þau því fjögur systkinin en Stella segir að það hafi aldrei verið nein fyrirstaða að verða stjúpmóðir þriggja barna.Þurfti að aðlagast því að vera fimm „Það var aldrei neitt sem ég var hrædd við að takast á við. Auðvitað var þetta samt eitthvað glænýtt og bara eins og þegar maður er að hefja sambúð með einhverjum og þið eruð að læra að búa saman. En þarna er þetta ekki bara einn einstaklingur, heldur eru þau fjögur sem maður þarf að læra að búa með. Það er bara ýmislegt sem maður þarf að aðlagast, læra og taka tillit til. Ég man eftir því þegar við vorum búin að vera saman í tæpt ár þá hélt ég erindi á vegum stjórn stjúpfjölskyldna sem hét að fara úr því að vera ein í því að vera fimm. Það gefur auga leið að þetta var ótrúlega mikil breyting.“Allt í einu var Stella farin að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn sem hún kunni lítið á.Að stofna sína eigin fjölskyldu getur oft verið erfitt en að setja saman fjölskyldu úr ólíkum áttum getur einnig tekið á. „Þau voru öll á mismunandi aldri og ég var til að mynda ekki von því að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn og var nú enginn meistari í því. Eða þá að vera allt í einu að búa með stelpu sem var að verða táningur, nema bara þegar ég var sjálf táningur og mér fannst það ekkert rosalega langt síðan að það var. Það sem ég man svo eftir varðandi mig sjálfa var að ég þurfti svo að læra hvað það þýddi að vera stjúpforeldri.“ Það getur verið mjög krefjandi að læra inná nýtt og mikilvægt hlutverk. Og er það því mikil áskorun fyrir þá sem stíga inn í það hlutverk að vera stjúpforeldri. „Alveg eins og það er mjög stór áskorun að fara inn í foreldra hlutverk þá er það auðvitað líka mikil áskorun að verða stjúpmóðir. Þetta voru bara þrír ótrúlega flottir einstaklingar sem ég var að fara búa með ásamt Orra. Það var mikil áskorun að ganga inn í eitthvað eins og uppeldis og foreldra hlutverk. Þú vilt gera það vel. Ég fór frekar snemma eftir að við byrjuðum saman á svona sjúpu námskeið. Á því námskeiði var mikið talað um að móta hlutverkið sjálfur. Og ég fann mjög sterkt að móta þetta hlutverk sjálf. Ég fann fyrir því að það væri mikilvægt að móta ákveðna sérstöðu í því að vera stjúpmamma þar sem börnin áttu svo frábærar mömmur.“ Þegar það kemur að því að taka að sér hlutverkið stjúpforeldri eru nokkrar leiðir til að leita sér bæði fræðslu og hjálpar. Stella segir það vera mikilvægur partur af ferlinu. „Ég myndi hundrað prósent mæla með því og ég bara elska að kynna mér málefni stjúpfjölskyldna og var það alveg frá byrjun,“ segir Stella en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira