Samfélagsmiðlastjörnur reyna við hálft maraþon: „Ekki sjálfsagt að fæðast með tíu fingur og tíu tær“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 17:30 Aronmola, Böddi og Tanja ætla að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst. Vignir Daði „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aronmola, hlæjandi þegar hann er spurður að því hvernig honum lítist á komandi verkefni. Hann, ásamt þeim Böðvari Tandra Reynissyni og Tönju Davíðsdóttur, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst. Saman mynda þau hlaupahópinn 10 fingur – 10 tær og ætla að hlaupa til styrktar Barnaspítala Hringsins. Bæði Böðvar, sem alla jafna er kallaður Böddi, og Tanja hafa náð miklum vinsældum á Instagram þar sem þau sýna frá æfingum sínum og eru þekkt fyrir heilbrigðan lífstíl. Böðvar er yfirþjálfari í Víkingaþreki Mjölnis og Tanja stundar Crossfit af kappi og er með þjálfararéttindi. Margir myndu því líta svo á að Aron væri svarti sauðurinn í hreystihópnum, verandi menntaður leikari og þekktari fyrir grínið, en síðustu ár hefur hann tekið heilsuna föstum tökum. Hann hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og hefur stundað sjósund af kappi undanfarin misseri. „Ég ætla reyndar að synda Viðeyjarsundið daginn fyrir maraþonið, við sjáum bara hvernig það fer,“ segir Aron. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og nú ætla þau að nýta áhrif sín til góðs og fá fólk til þess að heita á þau í komandi hálfmaraþoni. Blaðamaður mælti sér því mót við Aron og Bödda til þess að ræða hlaupið og í ljós kom að það býr meira að baki hjá Bödda en einungis sú hugmynd að láta gott af sér leiða. Skyndileg veikindi sem breyttu öllu Í janúar á þessu ári var Böddi að fagna afmæli kærustu sinnar þegar hann upplifði skyndilegt minnisleysi. Þau voru stödd í trampolíngarði með vinum sínum að gera sér glaðan dag þegar hann gengur að kærustu sinni og spyr hana hvernig þau komust þangað. „Allt í einu mundi ég bara ekki neitt. Það var bara allt farið úr hausnum og ég vissi ekki hvar við vorum eða af hverju við vorum þar,“ segir Böddi. Í kjölfarið var farið í rannsóknir þar sem kom í ljós að um var að ræða tímabundið skammtímaminnisleysi sem orsakaðist af litlu góðkynja æxli í heila. View this post on InstagramA post shared by Böðvar Tandri Reynisson (@reynisson) on Jan 12, 2019 at 11:52am PST Hann segist hafa verið rólegur í gegnum greiningarferlið, enda lítið sem hann gæti gert til þess að breyta þeirri stöðu sem var komin upp. Hinn raunverulegi ótti kom ekki fyrr en Böddi var á leið í aðgerð og minnist hann þess að hafa legið í rúminu á leið í skurðstofu þar sem hann yrði einn og óstuddur, án fjölskyldu og vina, á meðan læknar skæru í höfuðið á honum. „Allt fram að þessu var þetta frekar „chillað“ ferli, ég vissi bara að ég gæti ekkert gert í þessu, það er ekki eins og ég gæti bara drukkið meiri mjólk og þá færi þetta. Svo kom að aðgerðinni og ég man svo vel eftir tilfinningunni, svona yfirþyrmandi hræðslutilfinningu, og ég áttaði mig á því að það er ekki sjálfsagt að vera heilbrigður. Að ég geti farið á hverjum degi í ræktina og hreyft mig eru forréttindi. Maður hugsar ekki út í það á hverjum degi því maður tekur því bara sem gefnum hlut,“ segir Böddi. „Þetta breytti alveg hvernig ég hugsaði og eftir þetta man ég að ég ætlaði mér að verða besti þjálfari í heimi, því núna veit ég hvað heilsan skiptir miklu máli og hvað er mikilvægt að maður hugsi vel um hana. Mig langar að geta miðlað því áfram til fólksins sem ég þjálfa.“Hópurinn er spenntur fyrir hlaupinu þrátt fyrir að vera misreynd á hlaupasviðinu.Vignir DaðiSkipti máli að gera þetta með heilsteyptum hóp Það var svo í vor að mamma Bödda var farin að huga að því að safna pening fyrir Barnaspítala Hringsins og í kjölfarið fékk hann þá hugmynd að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann hafi viljað fá með sér gott fólk í hlaupið og því leitað til Arons og seinna Tönju. Það hafi verið lítið mál að sannfæra þau en Aron viðurkennir þó að hann hafi verið smá stressaður fyrir verkefninu. „Ég hljóp tíu kílómetra í fyrra í fyrsta skiptið á ævinni og fannst það alveg viðbjóður. Ég fór tvisvar út að hlaupa fyrir það hlaup, einu sinni átta kílómetra og bara dó. Svo hljóp ég þessa tíu kílómetra á bara einhverri geðveiki,“ segir Aron en hann lofaði sjálfum sér eftir það hlaup að taka þátt í fleiri hlaupum. Það stóðst ekki. „Svo kom Böddi með þessa hugmynd og það var bara hvatningin sem ég þurfti. En ég er alveg sjúklega stressaður.“„Er þetta hálf leið til Keflavíkur? Oh my god“ Það er spurning hvort Aron verði jafn glaðbeittur á fjórtánda kílómetra og á þessari mynd.Vignir Daði„Ég man leiðina sem ég hljóp í fyrra eins og það hafi gerst í gær. Svo fór ég að skoða hálfmaraþonið og þá er þetta bara algjört rugl. Þú hleypur þessa leið, svo tekur þú einhvern sveig og svo hoppar þú aðeins niður á Granda áður en þú ferð á Lækjargötu, nei svo ferð þú bara hjá gamla IKEA og til baka,“ segir Aron, bersýnilega stressaður fyrir vegalengdinni. „Já, þetta er hálf leið til Keflavíkur,“ bætir Böddi við og Aron skellir upp úr. „Ha? Er þetta hálf leið til Keflavíkur? Oh my god.“ Það er því ljóst að alvara verkefnisins er farin að síast inn hjá Aroni þegar líður á spjallið. Hann er þó búinn að lofa sér í verkefnið, og núna verður ekki aftur snúið. Þegar hvatinn er augljós hjá Bödda eftir áfallið fyrr í ár er spurning hvað muni halda Aroni gangandi í gegnum hlaupið. „Það er margþætt. Fyrst og fremst er það hugmyndin um að ég hef alltaf verið latur, ég hef aldrei hugsað eitthvað voða vel um mig. Aftast í hausnum á mér hefur þó alltaf verið rödd sem er frekar heilsteypt og eftir að ég eignaðist barn fattaði ég hvað er mikilvægt að hugsa vel um sig, þú uppskerð nákvæmlega eins og þú sáir.“ Hann segir stærstu áskorunina felast í því að gefast aldrei upp. Halda áfram að hreyfa sig. Halda áfram að borða rétt. Vakna á morgnana og vinna að settu markmiði. Það eitt og sér sé þroskandi ferli. „Þegar ég er kominn á fjórtánda kílómetra og er bara að deyja, langar að leggjast niður og gráta þá verð ég bara að hugsa: „Það eru sjö kílómetrar í að ég megi leggjast niður og gráta“. Svo er það líka undirliggjandi að þetta hjálpar mér að komast í það form sem ég þarf að komast í fyrir leikritið sem ég er að fara leika í,“ segir Aron en hann mun fara með hlutverk Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári.Pressan hjálpar mikið Líkt og áður sagði eru þau öll með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum sem getur fengið innsýn í þeirra daglega líf. Böddi segir mikla pressu fylgja því að svo margir séu að fylgjast með þér og því sé ekki aftur snúið þegar búið er að tilkynna þátttöku þeirra í maraþoninu. „Það fylgir því að vera svona opinber karakter að fólk fylgist með því hvort þú standir við þetta ekki, og það er alveg ákveðin pressa. Þú ert ekkert að fara að bakka út úr þessu þegar fullt af fólki er búið að sjá að þú ætlir að gera þetta,“ segir hann og Aron tekur undir. „Ég kynntist því hundrað prósent í fyrra, ef ég segist ætla að gera eitthvað opinberlega þá eru bara mörg þúsund manns sem munu fylgjast með því hvort þú gerir það eða ekki. Þá er alveg sérstaklega gaman að standa við það.“ Hópurinn stefnir á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og er lágmarks upphæð þúsund krónur, eða fimmtíu krónur fyrir hvern fingur og hverja tá. Þau hvetja alla til þess að leggja sitt af mörkum og taka þátt í söfnuninni því eins og þau segja sjálf: „Það eru forréttindi að fæðast með tíu fingur og tíu tær“. Heilbrigðismál Heilsa Reykjavíkurmaraþon Samfélagsmiðlar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aronmola, hlæjandi þegar hann er spurður að því hvernig honum lítist á komandi verkefni. Hann, ásamt þeim Böðvari Tandra Reynissyni og Tönju Davíðsdóttur, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst. Saman mynda þau hlaupahópinn 10 fingur – 10 tær og ætla að hlaupa til styrktar Barnaspítala Hringsins. Bæði Böðvar, sem alla jafna er kallaður Böddi, og Tanja hafa náð miklum vinsældum á Instagram þar sem þau sýna frá æfingum sínum og eru þekkt fyrir heilbrigðan lífstíl. Böðvar er yfirþjálfari í Víkingaþreki Mjölnis og Tanja stundar Crossfit af kappi og er með þjálfararéttindi. Margir myndu því líta svo á að Aron væri svarti sauðurinn í hreystihópnum, verandi menntaður leikari og þekktari fyrir grínið, en síðustu ár hefur hann tekið heilsuna föstum tökum. Hann hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og hefur stundað sjósund af kappi undanfarin misseri. „Ég ætla reyndar að synda Viðeyjarsundið daginn fyrir maraþonið, við sjáum bara hvernig það fer,“ segir Aron. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og nú ætla þau að nýta áhrif sín til góðs og fá fólk til þess að heita á þau í komandi hálfmaraþoni. Blaðamaður mælti sér því mót við Aron og Bödda til þess að ræða hlaupið og í ljós kom að það býr meira að baki hjá Bödda en einungis sú hugmynd að láta gott af sér leiða. Skyndileg veikindi sem breyttu öllu Í janúar á þessu ári var Böddi að fagna afmæli kærustu sinnar þegar hann upplifði skyndilegt minnisleysi. Þau voru stödd í trampolíngarði með vinum sínum að gera sér glaðan dag þegar hann gengur að kærustu sinni og spyr hana hvernig þau komust þangað. „Allt í einu mundi ég bara ekki neitt. Það var bara allt farið úr hausnum og ég vissi ekki hvar við vorum eða af hverju við vorum þar,“ segir Böddi. Í kjölfarið var farið í rannsóknir þar sem kom í ljós að um var að ræða tímabundið skammtímaminnisleysi sem orsakaðist af litlu góðkynja æxli í heila. View this post on InstagramA post shared by Böðvar Tandri Reynisson (@reynisson) on Jan 12, 2019 at 11:52am PST Hann segist hafa verið rólegur í gegnum greiningarferlið, enda lítið sem hann gæti gert til þess að breyta þeirri stöðu sem var komin upp. Hinn raunverulegi ótti kom ekki fyrr en Böddi var á leið í aðgerð og minnist hann þess að hafa legið í rúminu á leið í skurðstofu þar sem hann yrði einn og óstuddur, án fjölskyldu og vina, á meðan læknar skæru í höfuðið á honum. „Allt fram að þessu var þetta frekar „chillað“ ferli, ég vissi bara að ég gæti ekkert gert í þessu, það er ekki eins og ég gæti bara drukkið meiri mjólk og þá færi þetta. Svo kom að aðgerðinni og ég man svo vel eftir tilfinningunni, svona yfirþyrmandi hræðslutilfinningu, og ég áttaði mig á því að það er ekki sjálfsagt að vera heilbrigður. Að ég geti farið á hverjum degi í ræktina og hreyft mig eru forréttindi. Maður hugsar ekki út í það á hverjum degi því maður tekur því bara sem gefnum hlut,“ segir Böddi. „Þetta breytti alveg hvernig ég hugsaði og eftir þetta man ég að ég ætlaði mér að verða besti þjálfari í heimi, því núna veit ég hvað heilsan skiptir miklu máli og hvað er mikilvægt að maður hugsi vel um hana. Mig langar að geta miðlað því áfram til fólksins sem ég þjálfa.“Hópurinn er spenntur fyrir hlaupinu þrátt fyrir að vera misreynd á hlaupasviðinu.Vignir DaðiSkipti máli að gera þetta með heilsteyptum hóp Það var svo í vor að mamma Bödda var farin að huga að því að safna pening fyrir Barnaspítala Hringsins og í kjölfarið fékk hann þá hugmynd að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann hafi viljað fá með sér gott fólk í hlaupið og því leitað til Arons og seinna Tönju. Það hafi verið lítið mál að sannfæra þau en Aron viðurkennir þó að hann hafi verið smá stressaður fyrir verkefninu. „Ég hljóp tíu kílómetra í fyrra í fyrsta skiptið á ævinni og fannst það alveg viðbjóður. Ég fór tvisvar út að hlaupa fyrir það hlaup, einu sinni átta kílómetra og bara dó. Svo hljóp ég þessa tíu kílómetra á bara einhverri geðveiki,“ segir Aron en hann lofaði sjálfum sér eftir það hlaup að taka þátt í fleiri hlaupum. Það stóðst ekki. „Svo kom Böddi með þessa hugmynd og það var bara hvatningin sem ég þurfti. En ég er alveg sjúklega stressaður.“„Er þetta hálf leið til Keflavíkur? Oh my god“ Það er spurning hvort Aron verði jafn glaðbeittur á fjórtánda kílómetra og á þessari mynd.Vignir Daði„Ég man leiðina sem ég hljóp í fyrra eins og það hafi gerst í gær. Svo fór ég að skoða hálfmaraþonið og þá er þetta bara algjört rugl. Þú hleypur þessa leið, svo tekur þú einhvern sveig og svo hoppar þú aðeins niður á Granda áður en þú ferð á Lækjargötu, nei svo ferð þú bara hjá gamla IKEA og til baka,“ segir Aron, bersýnilega stressaður fyrir vegalengdinni. „Já, þetta er hálf leið til Keflavíkur,“ bætir Böddi við og Aron skellir upp úr. „Ha? Er þetta hálf leið til Keflavíkur? Oh my god.“ Það er því ljóst að alvara verkefnisins er farin að síast inn hjá Aroni þegar líður á spjallið. Hann er þó búinn að lofa sér í verkefnið, og núna verður ekki aftur snúið. Þegar hvatinn er augljós hjá Bödda eftir áfallið fyrr í ár er spurning hvað muni halda Aroni gangandi í gegnum hlaupið. „Það er margþætt. Fyrst og fremst er það hugmyndin um að ég hef alltaf verið latur, ég hef aldrei hugsað eitthvað voða vel um mig. Aftast í hausnum á mér hefur þó alltaf verið rödd sem er frekar heilsteypt og eftir að ég eignaðist barn fattaði ég hvað er mikilvægt að hugsa vel um sig, þú uppskerð nákvæmlega eins og þú sáir.“ Hann segir stærstu áskorunina felast í því að gefast aldrei upp. Halda áfram að hreyfa sig. Halda áfram að borða rétt. Vakna á morgnana og vinna að settu markmiði. Það eitt og sér sé þroskandi ferli. „Þegar ég er kominn á fjórtánda kílómetra og er bara að deyja, langar að leggjast niður og gráta þá verð ég bara að hugsa: „Það eru sjö kílómetrar í að ég megi leggjast niður og gráta“. Svo er það líka undirliggjandi að þetta hjálpar mér að komast í það form sem ég þarf að komast í fyrir leikritið sem ég er að fara leika í,“ segir Aron en hann mun fara með hlutverk Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári.Pressan hjálpar mikið Líkt og áður sagði eru þau öll með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum sem getur fengið innsýn í þeirra daglega líf. Böddi segir mikla pressu fylgja því að svo margir séu að fylgjast með þér og því sé ekki aftur snúið þegar búið er að tilkynna þátttöku þeirra í maraþoninu. „Það fylgir því að vera svona opinber karakter að fólk fylgist með því hvort þú standir við þetta ekki, og það er alveg ákveðin pressa. Þú ert ekkert að fara að bakka út úr þessu þegar fullt af fólki er búið að sjá að þú ætlir að gera þetta,“ segir hann og Aron tekur undir. „Ég kynntist því hundrað prósent í fyrra, ef ég segist ætla að gera eitthvað opinberlega þá eru bara mörg þúsund manns sem munu fylgjast með því hvort þú gerir það eða ekki. Þá er alveg sérstaklega gaman að standa við það.“ Hópurinn stefnir á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og er lágmarks upphæð þúsund krónur, eða fimmtíu krónur fyrir hvern fingur og hverja tá. Þau hvetja alla til þess að leggja sitt af mörkum og taka þátt í söfnuninni því eins og þau segja sjálf: „Það eru forréttindi að fæðast með tíu fingur og tíu tær“.
Heilbrigðismál Heilsa Reykjavíkurmaraþon Samfélagsmiðlar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira