Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2019 09:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað Klippa: Laufabrauð - Aðventumolar Árna í Árdal Laufabrauð er séríslenskt fyrirbæri en þó útskorin jólabrauð tíðkist víða í Evrópu er sérstakt hversu næfurþunnt og fagurlega skreytt laufabrauðið er. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að á öldum áður var mjöl af skornum skammti og til að allir fengju brauð að bíta í á jólunum var deigið flatt út eins þunnt og mögulegt er. Elsta heimild um laufabrauð er úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá árinu 1736 en þar segir að brauðið sé sælgæti Íslendinga. Laufabrauðsgerðin var oft daginn fyrir Þorláksmessu og stundum sameinaðist fólk af fleiri bæjum til að hjálpast að en þetta var oft eina skiptið sem karlmennirnir komu nokkuð nálægt húsverkum. Innihald 1 lítri mjólk 200 grömm smjör 1,5 kíló hveiti 4 matskeiðar sykur 1 teskeið lyftiduft 1 teskeið salt Leiðbeiningar Hitið mjólk í potti yfir miðlungshita þangað til mjólkin byrjar að freyða. Bætið smjörinu út og látið það bráðna í mjólkinni. Blandið þurrefnunum saman og vætið í með heitri mjólkinni. Hnoðið deigið þar til það er slétt og sprungulaust. Klípið litla kúlur af deiginu og breiðið út í örþunna köku. Gamalt húsráð segir að laufabrauðsdeig eigi að breiða svo þunnt út að hægt sé að lesa fyrirsagnir fréttablaðanna í gegnum það. Leggið disk yfir deigið og skerið út fullkominn hring. Best er að skera kökurnar út og skreytta skömmu eftir það svo deigið þorni ekki. Skerið út mynstur með laufabrauðsjárni eða hníf og pikkið svo í það með gaffli til að koma í veg fyrir stórar loftbólur í brauðinu. Setjið laufabrauðið á hvolf í 200°C heita feiti þannig að skurðurinn snúi niður, því annars réttast laufin upp. Steikið brauðið þar til það er orðið ljósgullið á litin, snúið því við og hafið í feitinni í örskamma stund til að klára steikinguna. Leggið laufabrauðið á pappírsþurrkur. Sléttið það um leið og það kemur úr olíunni og er enn heitt með því að pressa það með potti eða öðrum flötum hlut. Geymið laufabrauðið í loftþéttu íláti. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Laufabrauð Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 20. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað Klippa: Laufabrauð - Aðventumolar Árna í Árdal Laufabrauð er séríslenskt fyrirbæri en þó útskorin jólabrauð tíðkist víða í Evrópu er sérstakt hversu næfurþunnt og fagurlega skreytt laufabrauðið er. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að á öldum áður var mjöl af skornum skammti og til að allir fengju brauð að bíta í á jólunum var deigið flatt út eins þunnt og mögulegt er. Elsta heimild um laufabrauð er úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá árinu 1736 en þar segir að brauðið sé sælgæti Íslendinga. Laufabrauðsgerðin var oft daginn fyrir Þorláksmessu og stundum sameinaðist fólk af fleiri bæjum til að hjálpast að en þetta var oft eina skiptið sem karlmennirnir komu nokkuð nálægt húsverkum. Innihald 1 lítri mjólk 200 grömm smjör 1,5 kíló hveiti 4 matskeiðar sykur 1 teskeið lyftiduft 1 teskeið salt Leiðbeiningar Hitið mjólk í potti yfir miðlungshita þangað til mjólkin byrjar að freyða. Bætið smjörinu út og látið það bráðna í mjólkinni. Blandið þurrefnunum saman og vætið í með heitri mjólkinni. Hnoðið deigið þar til það er slétt og sprungulaust. Klípið litla kúlur af deiginu og breiðið út í örþunna köku. Gamalt húsráð segir að laufabrauðsdeig eigi að breiða svo þunnt út að hægt sé að lesa fyrirsagnir fréttablaðanna í gegnum það. Leggið disk yfir deigið og skerið út fullkominn hring. Best er að skera kökurnar út og skreytta skömmu eftir það svo deigið þorni ekki. Skerið út mynstur með laufabrauðsjárni eða hníf og pikkið svo í það með gaffli til að koma í veg fyrir stórar loftbólur í brauðinu. Setjið laufabrauðið á hvolf í 200°C heita feiti þannig að skurðurinn snúi niður, því annars réttast laufin upp. Steikið brauðið þar til það er orðið ljósgullið á litin, snúið því við og hafið í feitinni í örskamma stund til að klára steikinguna. Leggið laufabrauðið á pappírsþurrkur. Sléttið það um leið og það kemur úr olíunni og er enn heitt með því að pressa það með potti eða öðrum flötum hlut. Geymið laufabrauðið í loftþéttu íláti.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Laufabrauð Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 20. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 20. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15