Enski boltinn

„Hefði ekki valið hann í hópinn hefði hann verið heill“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ljungberg þakkar fyrir sig í dag.
Ljungberg þakkar fyrir sig í dag. vísir/getty

Freddie Ljungberg, sem hefur stýrt Arsenal í síðustu leikjum, vandar Mesut Özil ekki kveðjurnar og segir að framkoma hans í leiknum gegn Manchester City um síðustu helgi hafi ekki verið boðlega.

Þeim þýska var skipt af velli í síðari hálfleiknum gegn City á heimavelli er Arsenal var 3-0 undir. Hann rölti af velli og sparkaði svo hönskunum sínum við litla hrifningu stuðningsmanna Arsenal.

Özil var ekki í leikmannahópnum í markalausu jafntefli gegn Everton í gær en Ljungberg segir að hann hefði ekki valið hann í hópinn - þó að hann hefði verið heill fyrir leikinn í dag.

„Ég var spurður eftir leikinn út í Mesut. Hann labbaði af vellinum gegn City og sparkaði hönskunum sínum. Stuðningsmennirnir voru ekki sáttir,“ sagði Svíinn í samtali við fjölmiðla í leikslok.

„Ég var spurður út í þetta og ég sagði að í Arsenal þá högum við okkur ekki svona og þetta gerum við ekki. Ég stend við það. Mesut var meiddur en ég hefði ekki valið hann í hópinn hefði hann verið heill.“







„Svona hagar þú þér ekki þegar þú ert leikmaður Arsenal. Þetta er mín ákvörðun og ég mun ekki þurfa taka þessa ákvörðun aftur en þetta eru mínar pælingar,“ sagði Ljungberg.

Ljungberg hefur nú lokið starfi sínu sem bráðabirgðarstjóri Arsenal en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá Everton og Arsenal

Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín.

Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×