„Við hvað ertu svona hrædd“ spyr Daniella í íslensku kvikmyndinni Gullregn.
Ég átti svona augnablik eina helgina.
Ég var svo ánægð að ég varð skíthrædd.
Hrædd við að þessi góða tilfinning færi í burtu.
Hrædd við að eitthvað slæmt myndi gerast.
Er viðvörunarkerfið í líkamananum manns svona slæmt?
Maður má ekki fá smá hamingju og þá kemur
„VIÐVÖRUN, ánægja í gangi, verðum að lækka þessa tíðni áður en hún gerir eitthvað skemmtilegt“
Þegar öryggið manns liggur í myrkrinu og þunglyndinu er sjaldgæft að maður fái góða daga og maður veit ekki hversu lengi þeir endast.
Hvað myndi raunverulega gerast ef maður myndi bara njóta þess að vera ánægður? Telja upp alla litlu góðu hlutina daglega og finna eitthvað jákvætt í öllum.
Í staðinn fær óttinn að taka völdin og búa til hnút og allar mögulegar ástæður í huganum af hverju þessi hamingja er bara rugl og vitleysa.
Gæti ég í raun og veru gert hluti sem gera mig hamingjusama?
Í myndinni var einnig sagt
„Ég er bara veikur hjá þér!“
Er mikið af þessu bara trú?
Trú að maður sé svona og hins segin.
Trú að maður geti bara hitt og þetta vegna x og y.
Hlutverk sem manni var gert sem barn og hefur svo trúað og lifað eftir þeirri trú. Hvað myndi gerast ef við myndum ekki trúa lengur?
Hvernig einstaklingar værum við ef hræðslan væri ekki til staðar?