Flugvél bíður eftir nokkrum af ungu leikmönnum Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 09:00 Jürgen Klopp vill fá nokkra af ungu leikmönnunum til Katar í kvöld. Hér sést hann sjálfur í flugvélinni sem fór með aðallið Liverpool á HM félagsliða í Katar. Getty/Andrew Powell Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley. Enski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira