Namibíumenn móðguðust vegna íslenska lambakjötsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 09:55 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30