Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 17:44 Alls hafa sex smit greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira