Eric Bledsoe skoraði 31 stig fyrir Milwaukee og gaf átta stoðsendingar. Nýliðinn Coby White var stigahæstur hjá Chicago með 26 stig.
@Giannis_An34 (38 PTS, 16 REB, 3 STL) and @EBled2 (31 PTS, 8 AST) power the @Bucks to victory pic.twitter.com/ZGHwSNbj9x
— NBA (@NBA) November 15, 2019
Fimm aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Paul George lék sinn fyrsta leik fyrir Los Angeles Clippers þegar liðið tapaði fyrir New Orleans Pelicans, 132-127. George skoraði 33 stig og tók níu fráköst. Lou Williams skoraði 31 stig og gaf níu stoðsendingar. Kawhi Leonard var hvíldur hjá Clippers í nótt.
Jrue Holiday skoraði 36 stig fyrir New Orleans og Derrick Favors var með 20 stig og 20 fráköst.
@Jrue_Holiday11 pours in a season-high 36 PTS! #WontBowDown
36 PTS | 5 3PM | 7 AST pic.twitter.com/nBxbceScIl
— NBA (@NBA) November 15, 2019
Þreföld tvenna frá Luka Doncic dugði Dallas Mavericks ekki til gegn New York Knicks í Madison Square Garden. Lokatölur 106-103, Knicks í vil.
Doncic skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Marcus Morris var stigahæstur í jöfnu liði Knicks með 20 stig. Hann skoraði sigurkörfuna þegar skammt var eftir af leiknum.
TRIPLE-DOUBLE FOR LUKA@luka7doncic posts 33 PTS, 10 REB and 11 AST for an NBA-leading 5th triple-double! #MFFLpic.twitter.com/prcUj8BWVP
— NBA (@NBA) November 15, 2019
Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli, 97-108.
Kevin Nunn skoraði 23 stig fyrir Miami sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar.
FINAL SCORE THREAD
Kendrick Nunn drops 23 PTS as the @MiamiHEAT win in Cleveland! #HEATTwitter
Bam Adebayo: 16 PTS, 15 REB, 5 AST
Kevin Love: 21 PTS, 10 REB pic.twitter.com/ekwiBJm8Z2
— NBA (@NBA) November 15, 2019
Úrslitin í nótt:
Milwaukee 124-115 Chicago
New Orleans 132-127 LA Clippers
NY Knicks 106-103 Dallas
Cleveland 97-108 Miami
Phoenix 128-112 Atlanta
Denver 101-93 Brooklyn
the updated #NBA standings through Nov. 14! pic.twitter.com/pUdNJI0SVU
— NBA (@NBA) November 15, 2019