Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 15:57 Vísindamenn hafa vitað að athafnir manna vald hnattrænni hlýnun á jörðinni. Engu að síður fjölgar Íslendingum sem telja náttúrulegar orsakir fyrir hlýnuninni. Vísir/Getty Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum. Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum.
Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30