Innlent

Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vefur Veðurstofu Íslands liggur niðri.
Vefur Veðurstofu Íslands liggur niðri. Vedur.is

„Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar.

Þetta gerist á sama tíma og djúp lægð nálgast landið en íbúar um allt land eru beðnir um að huga að lausamunum og fara varlega á morgun.

„Unnið er að viðgerð og við vonum að upplýsingar fari að berast aftur á vefinn sem allra fyrst. Við biðjumst velvirðingar á þessari bilun sem við tökum alvarlega. Veðurfræðingar okkar fá hins vegar öll þau gögn sem þeir þurfa til að útbúa spár og fylgjast með stöðunni. Eins berast öll gögn til náttúruvárvaktarinnar t.d. skjálftagögn.“

Uppfært klukkan 13:45

Spár eru aftur farnar að birtast á vef Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×