Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2013 12:09 Blíðskaparveður tók á móti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon þegar hann heimsótti Alþingi klukkan 10 í morgun. MYND/ARNÞÓR Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira