Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 19:19 Víðir Reynisson ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“