Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 19:19 Víðir Reynisson ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55