Hugrún bjó við mikla fátækt og var lögð í einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 09:25 Hugrún hefur náð frábærum árangri sem fegurðardrottning. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland. Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira