Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 20:30 Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. Eigandi 100 tonna stálskips, sem verið er að undirbúa til brottfarar í Keflavíkurhöfn, sér tækifærin hins vegar þegar komin og hann er að leggja af stað á Drekasvæðið í næstu viku. Valberg VE heitir skipið, var áður Saxhamar SH, en nú hefur útgerðarmaðurinn Garðar Valberg Sveinsson samið um að það verði eitt af þremur fylgdarskipum rannsóknaskipsins Nordic Explorer við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum. Eftirlitsmenn frá Bretlandi og Noregi á vegum eiganda Nordic Explorer voru í dag að taka út skip Garðars en hann hefur undanfarin sex ár notað það í þjónustu við olíuleit, bæði við Noreg og Grænland. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kemur fram að rannsóknarleiðangurinn mun nota Akureyri sem þjónustuhöfn og Garðar lýsir þeim umsvifum sem þar skapast í sumar og fram eftir hausti við að þjónusta skipin og fjölmennar áhafnir þeirra. „Það verður nóg að gera. Það vantar allskonar þjónustufólk í kringum þetta. Það eru bara öll tækifærin opin," segir Garðar um möguleika Íslendinga til tekjöflunar af olíuleit. Spurður hvort hægt sé að hafa mikinn pening upp úr þessu svarar hann: „Jááá, það myndi ég segja. Það eru milljarðar og milljarðar í sambandi við svona verkefni. Þetta skapar óhemju fyrir okkur. Óhemju." Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. Eigandi 100 tonna stálskips, sem verið er að undirbúa til brottfarar í Keflavíkurhöfn, sér tækifærin hins vegar þegar komin og hann er að leggja af stað á Drekasvæðið í næstu viku. Valberg VE heitir skipið, var áður Saxhamar SH, en nú hefur útgerðarmaðurinn Garðar Valberg Sveinsson samið um að það verði eitt af þremur fylgdarskipum rannsóknaskipsins Nordic Explorer við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum. Eftirlitsmenn frá Bretlandi og Noregi á vegum eiganda Nordic Explorer voru í dag að taka út skip Garðars en hann hefur undanfarin sex ár notað það í þjónustu við olíuleit, bæði við Noreg og Grænland. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kemur fram að rannsóknarleiðangurinn mun nota Akureyri sem þjónustuhöfn og Garðar lýsir þeim umsvifum sem þar skapast í sumar og fram eftir hausti við að þjónusta skipin og fjölmennar áhafnir þeirra. „Það verður nóg að gera. Það vantar allskonar þjónustufólk í kringum þetta. Það eru bara öll tækifærin opin," segir Garðar um möguleika Íslendinga til tekjöflunar af olíuleit. Spurður hvort hægt sé að hafa mikinn pening upp úr þessu svarar hann: „Jááá, það myndi ég segja. Það eru milljarðar og milljarðar í sambandi við svona verkefni. Þetta skapar óhemju fyrir okkur. Óhemju."
Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira