Maðurinn sem keypti Gylfa vill frekar starf í Japan en að snúa aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 13:00 Andre Villas-Boas þakkar hér Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu hans í leik með Tottenham á gamla White Hart Lane. Getty/Tim Parker Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira